Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppruni jólakræsinganna
Lesendarýni 23. desember 2022

Uppruni jólakræsinganna

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Með jólahátíðinni fylgja stórinnkaup og á flestum heimilum sækir fólk í ákveðið öryggi og íhaldssemi hvað varðar jólasteikina og aðrar kræsingar.

Hafliði Halldórsson

Það er auðvelt að gera mistök í jólastressinu og því mikilvægt að vanda vel og lesa grannt smáa letrið á umbúðum. Það er nefnilega glettilega algengt að neytendur kaupi köttinn í sekknum og endi óafvitandi með innflutta vöru í körfunni í þeirri trú að íslenskt vörumerki eða merkingar tryggi upprunann. Úr niðurstöðum kannana um neysluhegðun Íslendinga má lesa skýran vilja um að velja innlendar matvörur fram yfir erlendar gefist þess kostur. Upplýsingar um innihald og uppruna matvöru vantar óþarflega oft, og merkingar geta einnig reynst villandi.

Stýrist kaupvilji eingöngu af verði?

Gæði, uppruni og vitneskja um að vel sé valið skiptir neytendur um allan heim miklu máli. Þess vegna er að jafnaði 90% af matvöru sem framleidd er í heiminum neytt á viðkomandi heimamarkaði. Það er jú víðar en í Flóanum sem heimafenginn baggi þykir hollastur, og um leið mikilvægur sögu og menningu viðkomandi staðar. Verð skiptir auðvitað máli ásamt fleiri þáttum en matvara sker sig að mörgu leyti frá í alþjóðlegum viðskiptum þar sem hagfræðin vill telja okkur trú um að verð sé eini þátturinn sem skiptir máli. Tryggð neytenda við heimafengin matvæli er mun sterkari en tryggð við aðra vöruflokka. Þetta vita framleiðendur og seljendur matvæla í þeim löndum sem við berum okkur saman við, kappkosta að merkja greinilega og miðla upplýsingum.

Vernduð afurðaheiti eru í sókn á íslenskum markaði

Evrópskar merkingar eru gagnrýnum neytendum vel kunnugar en yfir 5.000 vörur og vöruflokkar með uppruna um víða veröld nýta þessar sterkustu upprunamerkingar sem völ er á. Þekkingu Íslendinga á evrópskum upprunamerkingum má rekja til vinsælda innfluttra matvæla sem merktar eru evrópskum merkjum verndaðra afurðaheita PDO (e. Protected Designation of Origin), PGI eða GI. Samkvæmt könnunum þekkja rúm 30% íslenskra neytenda merkin, og eru reiðubúnir til að borga 10-15% hærra verð fyrir mat og drykkjarvörur sem bera þau. Sem eru t.d. evrópskar háendamatvörur og vín sem flest okkar höfum kynnst, s.s. Parma Ham, Feta Cheese, Champagne, Havarti ostur o.fl. Leyfi til notkunar merkjanna sem skila 15-20% hærra útsöluverði gagnvart staðgönguvörum í Evrópu fæst að ströngum skilyrðum uppfylltum. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt gagnkvæma vernd afurða í kerfinu hérlendis með samningi við Evrópusambandið, en á móti hafa Íslendingar ekki enn nýtt sér verndina og kerfi verndaðra afurðaheita sem sannarlega skilar árangri og öll nágrannalöndin nýta.

Allar matvöruverslanir landsins og innflytjendur matvöru selja vörur sem skarta vernduðum afurðaheitum og taka þannig þátt í markaðssetningu þeirra. Markaðssetningu sem var stofnað til og drifin áfram af Evrópusambandinu sem ekki er feimið við að aðstoða sína frumframleiðendur og afleidda virðiskeðju til aðgreiningar og markaðssetningar. Með hratt vaxandi samkeppni við innfluttar matvörur eykst þörf á upplýsingagjöf til skýrrar aðgreiningar. Kerfi verndaðra afurðaheita er eitt öflugasta verkfærið í þá vegferð ásamt upprunamerkjum að norrænni fyrirmynd.

Gleðilega hátíð

Skylt efni: Jól

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...