Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úrsögn úr stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Lesendarýni 6. júlí 2023

Úrsögn úr stjórn Lífeyrissjóðs bænda

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Örn Bergsson

Við undirrituð viljum koma eftirfarandi á framfæri til sjóðfélaga LSB sem við höfum starfað í umboði fyrir.

Frá og með 1. desember 2018 hefur Lífeyrissjóður bænda starfað á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, auk samþykkta sjóðsins. Áður höfðu sérlög gilt um starfsemi sjóðsins sem fól m.a. í sér þá sérstöðu að ríkið greiddi mótframlag sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins var þá saman sett af fulltrúum ríkisvaldsins, Bændasamtaka Íslands og fimmti maður tilnefndur af Hæstarétti. Í dag er stjórn kjörin af sjóðfélögum á ársfundi sjóðsins á grundvelli samþykkta hans.

Með þessum breytingum urðu grundvallarbreytingar á starfsskilyrðum sjóðsins. Á þeim tæplega fimm árum sem síðan eru liðin hefur sjóðurinn líkt og aðrir þurft að takast á við margvíslegar áskoranir. Fyrst má nefna heimsfaraldur vegna Covid- 19 og síðan verðbólgu og hækkandi vexti sem hafa komið fram í lakri afkomu flestra lífeyrissjóða á árinu 2022. Þá er hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar sjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu eigna hærri en almennt gerist meðal stærstu lífeyrissjóða landsins. Í ljósi þessa taldi stjórn LSB nauðsynlegt að skoða hvort hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið til lengri tíma litið með því að kanna möguleika á að breyta starfseminni. Einkum var horft til þess að skoða sameiningu við annan og stærri sjóð. Allt þó með því fororði að samningar tækjust á jafnréttisgrundvelli og að allra réttinda sjóðfélaga beggja sjóða væri gætt í hverju tilliti eins og lög kveða á um.

Þá lá einnig til grundvallar að sjóðurinn er og hefur verið að horfa fram á aukna lífeyrisbyrði, samfara hækkun á meðalaldri sjóðfélaga.

Með stærri og öflugri sjóði næst einnig meira rekstraröryggi, hlutfallslega lægri rekstrarkostnaður og aukin og betri áhættudreifing. Líkur eru þannig á að í stærri sjóði með aðra aldursdreifingu geti náðst betri ávöxtun til lengri tíma litið – m.ö.o. að hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið en nú er.

Undirrituð hafa átt sæti í stjórn LSB samtals um 30 ár, sá er lengst okkar hefur setið frá ársbyrjun 1999. Því miður náðist að okkar mati ekki nauðsynleg samstaða um málið á vettvangi sjóðsins þegar fram í sótti sem leiddi m.a. til trúnaðarbrests. Þetta varð til þess að við sögðum okkur, hvert í sínu lagi, úr stjórn LSB dagana 13.–14. júní sl. Við höfum enn þá bjargföstu trú að hagsmuna sjóðfélaga verði best gætt með því að skoða til hlítar sameiningu við stærri og öflugri sjóð á þeim forsendum sem að framan er getið um.

Reykjavík, 25. júní 2023

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...