Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vatnsskortur í Íslandi
Lesendarýni 18. júlí 2022

Vatnsskortur í Íslandi

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við nóg af hreinu og góðu vatni.

Á sama tíma og slegin voru hitamet á Norður- og Austurlandi stóran part síðasta sumars fór víða að gæta að auknum vatnsskorti vegna þurrka, sérstaklega á Austurlandi, en síðasta sumar urðu nokkrir bæir á svæðinu vatnslausir, það á sama tíma og aukin krafa er um hreint vatn m.a. vegna matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.

Ástandið var svo slæmt að sveitarfélög þurftu að grípa til aðgerða og aðstoða bændur með því að keyra vatni á bæi með tankbíl. Þá er það ekki einungis mikilvægt að hafa greiðan aðgang að góðu vatnsbóli til þess að sinna mönnum og dýrum heldur valda þessir auknu þurrkar aukinni hættu á gróðureldum og það með alvarlegri afleiðingum en áður. Mikilvægt er að bregðast við þessum nýja veruleika með aðgerðum. Þörf er á að bora eftir vatni víða og styrkja vatnsauðlindir. Til slíkra framkvæmda geta bændur átt rétt á opinberum fjárstuðningi og sveitarfélög geta haft milligöngu um slíkar framkvæmdir og leitað leiða í samráði við stjórnvöld.

Um nokkurn tíma hefur verið hægt að sækja um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nýlega var heildarfjárhæð framlaga úr sjóðnum hækkuð úr 25 milljónum í 31,6 milljónir, en fjárhæðin hafði staðið óbreytt í rúm tuttugu ár. Ástæða þótti til að hækka framlagið eftir síðasta ár þar sem umsóknum um styrki jukust sem leiddi til skerðinga fyrir umsóknaraðila. Það skiptir máli að umsóknaraðilar fyrir styrk geti gert raunhæfa kostnaðaráætlun svo hægt sé að leggja af stað í verkefni sem þetta. Við því hefur verið brugðist.

Um leið og ég vona að það viðri vel um allt land í sumar vonast ég einnig til að reglugerðarbreytingin verði bændum hvatning til að fara í vatnsveituframkvæmdir. Mikilvægt er að tryggja nægt hreint og tært vatn um allt land bæði fyrir menn og dýr.

Skylt efni: vatn

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...