Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vatnsskortur í Íslandi
Lesendarýni 18. júlí 2022

Vatnsskortur í Íslandi

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við nóg af hreinu og góðu vatni.

Á sama tíma og slegin voru hitamet á Norður- og Austurlandi stóran part síðasta sumars fór víða að gæta að auknum vatnsskorti vegna þurrka, sérstaklega á Austurlandi, en síðasta sumar urðu nokkrir bæir á svæðinu vatnslausir, það á sama tíma og aukin krafa er um hreint vatn m.a. vegna matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.

Ástandið var svo slæmt að sveitarfélög þurftu að grípa til aðgerða og aðstoða bændur með því að keyra vatni á bæi með tankbíl. Þá er það ekki einungis mikilvægt að hafa greiðan aðgang að góðu vatnsbóli til þess að sinna mönnum og dýrum heldur valda þessir auknu þurrkar aukinni hættu á gróðureldum og það með alvarlegri afleiðingum en áður. Mikilvægt er að bregðast við þessum nýja veruleika með aðgerðum. Þörf er á að bora eftir vatni víða og styrkja vatnsauðlindir. Til slíkra framkvæmda geta bændur átt rétt á opinberum fjárstuðningi og sveitarfélög geta haft milligöngu um slíkar framkvæmdir og leitað leiða í samráði við stjórnvöld.

Um nokkurn tíma hefur verið hægt að sækja um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nýlega var heildarfjárhæð framlaga úr sjóðnum hækkuð úr 25 milljónum í 31,6 milljónir, en fjárhæðin hafði staðið óbreytt í rúm tuttugu ár. Ástæða þótti til að hækka framlagið eftir síðasta ár þar sem umsóknum um styrki jukust sem leiddi til skerðinga fyrir umsóknaraðila. Það skiptir máli að umsóknaraðilar fyrir styrk geti gert raunhæfa kostnaðaráætlun svo hægt sé að leggja af stað í verkefni sem þetta. Við því hefur verið brugðist.

Um leið og ég vona að það viðri vel um allt land í sumar vonast ég einnig til að reglugerðarbreytingin verði bændum hvatning til að fara í vatnsveituframkvæmdir. Mikilvægt er að tryggja nægt hreint og tært vatn um allt land bæði fyrir menn og dýr.

Skylt efni: vatn

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...