Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skert skilyrði til nýtingar bújarða og búskapar um land allt munu smám saman skaða fæðuöryggi þjóðarinnar.
Skert skilyrði til nýtingar bújarða og búskapar um land allt munu smám saman skaða fæðuöryggi þjóðarinnar.
Mynd / Odd Stefán
Lesendarýni 15. ágúst 2018

Stöðva þarf jarðasöfnun auðmanna og fjárfestingarfélaga

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson
Í sumar hefur verið fjallað töluvert hér í blaðinu og í fleiri fjölmiðlum um umfangsmikil jarðakaup erlendra auðmanna sem að flestra mati teljast til óheillaþróunar.
 
Þá hefur einnig komið fram að innlendir aðilar, bæði einstaklingar og fjárfestingafélög, hafi um árabil safnað að sér jörðum, jafnvel í tugavís. Þróunin í þessum efnum blasir við víða erlendis, svo sem í Afríku þar sem Kínverjar hafa verið stórtækir við uppkaup á landi (land grabbing) og nýlega var sagt frá því í sjónvarpsfréttum að útlendingar væru búnir að ná eignarhaldi yfir stórum hluta Kanaríeyja.
 
Aðgerðaleysi stjórnvalda
 
Það vekur furðu hve ýmsir framámenn í þjóðfélaginu virðast nú fyrst vera að átta sig á því að jarðasöfnun og önnur uppkaup náttúruauðlinda í stórum stíl geta orðið varasöm, hvort sem útlendingar eða Íslendingar eiga í hlut. Þetta er mál okkar allra sem byggjum landið, ekki einkamál landbúnaðarins, þótt Bændasamtök Íslands hafi um all langt árabil helst varað við slíkri þróun og  m.a. vísað í býsna strangar reglur um jarðakaup á hinum Norðurlöndunum, einkum í ESB-landinu Danmörku. 
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Hér hafa stjórnmála- og embættismenn komist upp með það árum saman að telja fólki trú um að vegna aðildar okkar að EES getum við ekki  komið lögum yfir jarða­söfnunina. Hafa þeir þá gjarnan borið við kröfum hins frjálsa markaðar sem alltof margir eru farnir að líta á sem eins konar náttúrulögmál. Ef Danir fá frið fyrir ESB til þess að taka á þessum málum hljótum við að geta það líka. Þetta tómlæti og aðgerðaleysi stjórnvalda var kannski skiljanlegt á árunum 2010–2015 þegar verið var að reyna að koma okkur inn í ESB og fjölmargir stjórnmálamenn, ráðherrar og embættismenn í stjórnkerfinu vildu ekki styggja Brusselvaldið með neinum hætti. 
 
Þá voru það helst alþingis­menn­ir­nir og ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason sem ræddu þessi mál opinberlega af einhverri alvöru og höfðu uppi varnaðarorð og Ögmundur reyndi að grípa í taumana með setningu reglugerðar vorið 2013.
 
Alþingis bíður brýnt verkefni
 
Að sjálfsögðu getum við átt góð samskipti við ESB þótt Alþingi Íslendinga setji lög sem takmarka stórfelld uppkaup auðmanna og  fjárfestingarfélaga á landi með öllum gögnum þess og gæðum, þar með landbúnaðarlandi, veiðihlunnindum og vatni. Allt eru þetta auðlindir sem mega ekki fara á fárra hendur. Þessi óheillaþróun er í raun ávísun á þjóðfélagsvandamál og byggðaröskun, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. 
 
Hvað landbúnaðinn varðar er ljóst að fjölskyldubúskapurinn sem hefur verið hornsteinn hans fær ekki þrifist vel ef hér eflist eins konar landeigendaaðall sem lítur fyrst og fremst á jarðakaup sem arðsama fjárfestingu. Skert skilyrði til nýtingar bújarða og búskapar um land allt myndu smám saman skaða fæðuöryggi þjóðarinnar.
 
En meira þarf að koma til en markviss stefna stjórnvalda og lagasetning til að stemma stigu við jarðasöfnunina.
 
Rammaáætlun um landvernd og landnýtingu
 
Yfirráð og umsjón með landinu okkar fagra og verðmæta skipta vissulega miklu máli en í nánum tengslum við þá umræðu þurfum við líka að átta okkur betur á hvernig eigi að vernda og nýta það í framtíðinni. Móta þarf heildarsýn, m.a. vegna aðgerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta tel ég að best yrði gert með opinberri rammaáætlun um landvernd og landnýtingu. Hana ætti að tengja Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem Skipulagsstofnun hefur unnið að um árabil. Til hliðsjónar má hafa Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða svo og  ýmar niðurstöður rannsókna og gagnlegar skýrslur svo sem um landbúnaðarland, landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd. 
 
Átaks er þörf
 
Því hefur nú þegar skapast ágætur grundvöllur og alltraustar forsendur til að hefja gerð rammaáætlunar um landvernd og landnýtingu með almennahagsmuni að leiðarljósi. Reyndar voru lögð drög að slíku verki fyrir rúmlega þrem áratugum með útgáfu skýrslu landbúnaðarráðuneytisins 1986, Landnýting á Íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun. Hún var afrakstur fjölskipaðrar nefndar sem starfaði í tvö og hálft ár.  Nú er orðið mjög tímabært og brýnt að ganga mun lengra í áætlanagerð samhliða opinberum aðgerðum til að stöðva jarðasöfnun fjársterkra aðila.
 
Höfundur: Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nú sjálfstætt starfandi búvísindamaður, var starfsmaður Bændaskólans á Hvanneyri 1972-1977 og Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands, 1977-2015, við landnýtingarmál o.fl.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...