Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Alla nautakjötsframleiðendur við sama borð
Af vettvangi Bændasamtakana 1. febrúar 2024

Alla nautakjötsframleiðendur við sama borð

Höfundur: Reynir Þór Jónsson, stjórnarmaður BÍ og fulltrúi í verðlagsnefnd búvara.

Íslenska nautið á í varnarbaráttu ekki síður en margt annað sem íslenskt er.

Reynir Þór Jónsson.

Alþingi Íslendinga samþykkti á dögunum að styðja sérstaklega við eldi holdagripa en taldi af einhverjum ástæðum að eldi íslenskra gripa þyrfti ekki samsvarandi stuðning til að mæta sama afkomuvanda.

Þetta var gert þó niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins hefðu sýnt svart á hvítu að 525 kr. vantar á hvert framleitt kíló nautakjöts, óháð því af hvaða búfjárkyni sláturgripirnir eru. Þetta þýðir með öðrum orðum, að hreinlega er verið að flytja framleiðsluna úr landi.

Á meðan framleidd verður mjólk úr íslenskum kúm munu áfram fæðast íslenskir nautkálfar. Það hlýtur að teljast jákvætt, sér í lagi umhverfislega, að gera verðmæti úr þeim kálfum sem fæðast, frekar en að farga þeim nýfæddum af því að það svarar ekki kostnaði að ala þá upp. Holdanautaframleiðslan á Íslandi er í mikilli sókn og mun án efa auka hlutdeildina jafnt og þétt á næstu árum. Í dag er þó langstærstur hluti nautakjötsframleiðslunnar af íslenskum gripum, eða um 80% af landsframleiðslu.

Staðan sem blasir við er hins vegar sú að við þurfum að auka heildarframleiðsluna en ekki minnka hana. Það er nóg pláss fyrir alla því eftirspurn eftir öllum gerðum íslensks nautakjöts er mikil. Það er hins vegar verð til framleiðenda sem er stóra vandamálið hvort sem um er að ræða kjöt af holdagripum eða íslenskum gripum.

Mín skoðun er sú að Alþingi hafi mismunað framleiðendum nautgripakjöts þegar aðeins var veittur aukastuðningur við framleiðslu hjá þeim sem eru með holdagripi. Engin gild rök eru fyrir því að staðan sé betri hjá þeim sem framleiða kjöt af íslenskum gripum. Til dæmis eru mörg stór býli sem framleiða nautakjöt eingöngu af íslenskum gripum. Þá er ekki eðlilegt að mjólkurframleiðsla beri uppi framleiðslu á nautakjöti. Þetta eru tvær greinar sem þurfa og eiga að geta staðið sjálfstæðar.

Bændasamtökin fóru fram á það í mars á síðasta ári að verðlagsnefnd búvara myndi meta framleiðslukostnað nautgripakjöts eins og búvörulög gera ráð fyrir. Það var mat samtakanna að mikilvægt væri að fá þessar upplýsingar frá nefndinni sem fyrst.

Niðurstöðurnar myndu nýtast til að styrkja alla umræðu og aðgerðir sem snúa að bættri afkomu greinarinnar. Nú styttist í að ár sé liðið frá því að erindið var sent, engin viðbrögð hafa komið frá matvælaráðuneytinu.

Er mögulegt að ákvörðun Alþingis að mismuna nautakjötsframleiðendum eftir búfjárkyni hafi verið hugsuð til að setja bresti í samstöðu nautgripabænda?

Ef svo er þá mun það ekki takast. Ríkisstjórnin hefur með vinnu ráðuneytisstjórahópsins viðurkennt vandann. Nú er ekkert annað fram undan en að finna lausnir og halda ótrauð áfram á þeirri braut að bæta afkomu hjá nautakjötsframleiðendum og öllum öðrum greinum íslensks landbúnaðar. Með samstöðunni náum við árangri og henni skulum við aldrei glata

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...