Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Greiðslumark er magn sem greitt er fyrir samkvæmt búvörusamningum og áætluð mjólkursala landsins. Á myndinni sést að árið 2004 er vendipunktur varðandi stuðningsgreiðslur.
Greiðslumark er magn sem greitt er fyrir samkvæmt búvörusamningum og áætluð mjólkursala landsins. Á myndinni sést að árið 2004 er vendipunktur varðandi stuðningsgreiðslur.
Af vettvangi Bændasamtakana 4. desember 2023

Eiga bændur að framleiða meira fyrir minna?

Höfundur: Reynir Þór Jónsson, stjórnarmaður BÍ og fulltrúi í verðlagsnefnd búvara.

Um næstu áramót verður greiðslumark í mjólk aukið um 1,7% og fer þá úr 149 milljónum lítra í 151,5 milljónir lítra.

Reynir Þór Jónsson.

Hækkun greiðslumarks hefur verið nánast árviss viðburður síðustu áratugi vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurvörum eykst sífellt, sem er gott.

Við kúabændur höfum það hlutverk að framleiða mjólkina og skylda okkar samkvæmt búvörusamningum er að framleiða upp í þarfir innanlandsmarkaðar. Það höfum við gert samviskusamlega, en hverju hefur það skilað okkur?

Með nýjum búvörusamningum árið 2004 hætti fjármagn frá ríkinu að fylgja auknu greiðslumarki. Þá var ákveðið að ríkisstuðningur út á mjólkurlítra væri bundinn við ákveðna upphæð (verðtryggða) sem hækkar ekki þó greiðslumarkið hækki. Þetta hefur valdið því að í hvert sinn sem greiðslumark hefur verið aukið frá árinu 2004 hafa bændur fengið færri krónur frá ríkinu á hvern mjólkurlítra. Í sjálfu sér gæti þetta alveg gengið upp ef verðlagsgrundvöllur kúabúa bætti upp þær krónur sem upp á vantaði, en sú er ekki raunin. Ástæðan fyrir því er að tekjuhlið verðlagsgrundvallarins hefur ekki verið tekin fyrir og metin til jafns við gjaldaliði í verðlagsnefnd búvara síðasta áratug hið minnsta.

Líklegt er að hagræðing á búunum hafi átt að bæta þessa stöðu bænda upp að einhverju leyti. Kúabændur hafa hagrætt mikið á undanförnum árum og stór hluti mjólkurframleiðenda er að framleiða í hagkvæmum einingum í dag. Aukning á greiðslumarkinu núna þýðir því ekki sjálfkrafa að kostnaður lækki við framleiddan lítra. Reyndar má fullyrða að það hafi heldur ekki verið tilfellið síðustu ár. Það er einfaldlega ekki þannig að allir gjaldaliðir í verðlagsgrundvellinum lækki sjálfkrafa við fleiri framleidda lítra, sumir liðir eins og kjarnfóður og fóðuröflun eru t.a.m. líklegri til að hækka þegar stöðugt þarf að spenna bogann.

Eins og sést á línuritinu hefur greiðslumark í mjólk verið aukið um rúmlega 50% frá árinu 2004 og á sama tíma hefur ríkisstuðningurinn þynnst út um nærri þriðjung.

Við verðum því að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt og sjálfgefið að hækka greiðslumarkið á hverju ári ef sú aðgerð þýðir kjaraskerðingu fyrir bændur. Ríkisstuðningur til mjólkurframleiðslu er ekki hár í samanburði við útsöluverð á mjólkurvörum og einnig má spyrja sig hvort það hlutfall sé orðið of lágt. Tilgangurinn með ríkisstuðningnum er að niðurgreiða vöruverð til neytenda og tryggja þannig aðgengi þeirra að öruggum og mikilvægum matvælum.

Ríkisstuðningurinn er í dag um 42 krónur á lítra en mjólkurlítrinn kostar út úr búð um 210 krónur. Dæmi hver fyrir sig. Að mínu mati er sjálfsagt að gera þá kröfu til ríkisins að gerð verði leiðrétting á því bili sem eykst stöðugt á milli heildarríkisstuðnings og heildargreiðslumarks. Við mjólkurframleiðendur verðum allavega að spyrja okkur þeirrar spurningar fyrir alvöru hvort það sé eðlilegt að við tökum á okkur kjaraskerðingu um hver áramót og séum skikkuð til að framleiða meira fyrir minna.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...