Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurskoðun sauðfjársamnings
Af vettvangi Bændasamtakana 16. janúar 2023

Endurskoðun sauðfjársamnings

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda.

Nú er árið 2023 runnið upp og fram undan er endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Væntingar sauðfjárbænda til endurskoðunar eru talsverðar og í upphafi samtals bænda og ríkisins er rétt að rifja upp hver sé tilgangur búvörulaga.

Trausti Hjálmarsson.

Í 1. grein búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum er tilgangur laganna alveg skýr og þá er ef til vill ágætt að velta fyrir sér hversu vel hefur gengið að framfylgja lögunum.

I. kafli. Tilgangur laganna og orðaskýringar.

1. gr. Tilgangur þessara laga er:

  1. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta
    fyrir framleiðendur og neytendur,
  2. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð
    við breytilegar aðstæður í landinu,
  3. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem
    hagkvæmt er talið,
  4. að kjör þeirra sem landbúnað
    stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta,
  5. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu,
  6. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.

Við, sem þekkjum til land- búnaðarins, sjáum strax að það er einkum d. liður sem vekur athygli okkar. Ekki hefur tekist að tryggja sauðfjárbændum sanngjarna af komu.Það hefur afkomuvöktun RML sýnt okkur og skýrslaByggða stofnunar frá síðasta vori staðfestir það. Starf bóndans krefst sérhæfingar, sérþekkingar á mörgum sviðum framleiðslu og dýravelferðar, ábyrgðar á framleiðslu matvæla og margra annarra sérhæfðra þátta.

Við þurfum að horfa til starfa bænda af virðingu og hlusta eftir þeirri skýlausu og sanngjörnu kröfu að sauðfjárbændur hafi tekjur sambærilegar við aðrar stéttir sem þurfa að bera sömu og eða svipaða ábyrgð. Lengi vel var það vandi sauðfjárbænda að búa ekki að gögnum eða upplýsingum sem studdu við kröfur þeirra um bætt lífskjör. Það hefur þó mikið áunnist í þeim efnum á síðustu árum og stöndum við mun betur í dag heldur en við gerðum fyrir sjö árum.

Til að halda áfram á réttri braut með það að markmiði að búgreinin nái árangri og þar með að styrkja okkar stöðu þurfum við að nýta öll verkfæri sem til eru í verkfærakistunni. Þess vegna verðum við að líta til þess að það er alveg skýrt í búvörulögum að verðlagsnefnd búvara skuli meta framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú:

[Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú.] Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Tilgreina skal ársvinnu á sauðfjárbúi af stærð sem miðað er við og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Mat verðlagsnefndar skal taka til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjárafurða.

Í ljósi þessa sendu Bændasamtökin, 20. desember sl., beiðni til verðlagsnefndar búvara þess efnis að meta framleiðslukostnað sauðfjárafurða og í framhaldinu eigum við að berjast fyrir því að fá verðlagsgrunn fyrir sauðfjárafurðir. Þetta verðum við að hafa með okkur þegar kemur að því að endurskoða samninga við ríkið því að markmið okkar hlýtur að vera að ná tilætluðum árangri í gegnum búvörusamninga.

Sauðfjárbændur eru reiðubúnir í samtalið um endurskoðun sauðfjársamnings á þessum grunni. Sameiginlega getum við fundið leiðirnar að bættum kjörum.

Bætt kjör bænda, betri líðan, betri búrekstur.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...