Hryssur sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023
Í ár eru það ellefu hryssur sem hljóta viðurkenningu fyrir afkvæmi. Viðmið heiðursverðlauna hryssna er að þær hafi að lágmarki 116 stig í aðaleinkunnum kynbótamats og eiga að minnsta kosti 5 dæmd afkvæmi. Röðun hryssna er samkvæmt aðalaeinkunn kynbótamats en í ár eru það þrjár hryssur sem hljóta viðurkenningu byggt á kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs. Efsta hryssan og Glettubikarhafinn er Verona frá Árbæ með 126 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 5 dæmd afkvæmi. Frekari upplýsingar má sjá í meðfylgjandi töflu.
Þá náði Þráinn frá Flagbjarnarholti fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi. Hann er með 133 stig í kynbótamati aðaleinkunnar með 91% öryggi og 16 dæmd afkvæmi með meðaltalsaldur 4,8 ár.