Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Að segja hálfan sannleika
Lesendarýni 14. júní 2016

Að segja hálfan sannleika

Höfundur: Jón Kr. Arnarson
Á forsíðu Bændablaðsins 26. maí er slegið upp fyrirsögninni  „Sauðfé hefur fækkað um 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags“.  Þar er fjallað um þá fækkun sem orðið hefur á vetrarfóðruðum kindum á milli áranna 1982 og 2015. 
 
Þá segir í greininni að samkvæmt gögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands hafi mælst aukinn lífmassi á tímabilinu  1982–2010 sem þýði að land hafi verið að gróa í kjölfar fækkunar sauðfjár og hlýnandi veðurfars. Það er vissulega rétt en er þó aðeins hálfur sannleikurinn og gefur því í raun mjög villandi mynd.
 
Fækkun sauðfjár?
 
Á áttunda áratug síðustu aldar og framyfir 1980 fjölgaði sauðfé gífurlega á Íslandi með tilheyrandi ofbeit og gróðureyðingu. Þá var hér miklu fleira fé en hafði nokkurn tímann verið frá landnámi. Þótt fé hafi vissulega fækkað frá þessum árum er hér enn margt fé og hefur sjaldan í Íslandssögunni verið fleira. Það að nota árið 1982 sem einhvern upphafspunkt skekkir því mjög myndina ef við viljum skoða beitarálagið nú í sögulegu samhengi. Fjöldi sauðfjár á Íslandi  hefur svo haldist nokkuð óbreyttur síðustu 25 ár, þótt innanlandsneysla á lambakjöti hafi dregist verulega saman á sama tímabili.  
 
Er landið að gróa upp?
 
Í forsíðugrein Bændablaðsins segir að þróttur gróðurs hafi aukist með minnkandi beitarálagi frá því árið 1982. Það er vissulega rétt því það hvort land grær upp og hversu hratt það gerist hangir mjög saman við beitarálag.
 
Samkvæmt gögnum Náttúru­fræði­stofnunar (Reynolds og félagar) þá var gróður mjög í framför fyrst eftir að fé fækkaði upp úr 1980 og var í stöðugri framför fram undir aldamót eða þar til fjöldi sauðfjár var orðinn nokkuð föst stærð. Hins vegar er það svo samkvæmt sömu gögnum að lífmassi minnkaði milli áranna 2002 og 2013. Þau ár eru þó einhver þau hlýjustu í sögunni. Til að meta ástandið  í dag er eðlilegra að skoða þessi síðustu ár og nýjustu tölur í stað þess að nota 1982 sem viðmið. Ef nánar er rýnt í þessi gögn sést að gróðri hefur helst farið fram þar sem land er friðað fyrir beit eða dregið hefur verulega úr beitarálagi.  Að sama skapi hefur gróðri ekki síst hnignað þar sem beitarálag er mikið.
 
 
Margt hefur færst til betri vegar í beitarmálum á síðustu áratugum og þá ekki síst eftir að sauðfé fækkaði eftir 1980. Þrátt fyrir þá fækkun er fé enn margt á Íslandi í sögulegu samhengi. Hin seinni ár hefur gróðri víða hnignað þar sem beitarálag er mikið. Við eigum því  enn langt í land með að geta sagt að sauðfjárrækt á Íslandi sé alls staðar stunduð með sjálfbærum hætti.  
 
Jón Kr. Arnarson
Áhugamaður um landgræðslu og landnýtingu.
Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...