Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum
Lesendarýni 16. september 2022

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur BÍ

Eftir erfiða tíma undanfarin ár eru jákvæð teikn á lofti fyrir sauðfjárbændur.

Sverrir Falur Björnsson

Þrátt fyrir að rekstraraðstæður verði áfram erfiðar er ljóst að ákveðnum áfanga hefur verið náð í að draga úr framboði á lambakjöti. Röskleg hækkun á afurðaverði, 35% hækkun á milli ára, sendir skýr skilaboð um að ekki skuli draga meira úr heildarframboði heldur sé nú eftirspurn meiri en framboð.

Þessi breyting hefur þó ekki gerst að sjálfu sér og má segja að blóð, sviti og tár liggi þar að baki. Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði einnig mikið á þessum tíma, um 18%. Tölur fyrir 2022 hafa ekki verið teknar saman en nær öruggt er að þessi þróun hafi haldið áfram á þessu ári.

Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði um 18%. Heimild: Hagstofa Íslands, Mælaborð Landbúnaðarins


Þessi samdráttur í sauðfjárrækt undanfarin ár hefur nú leitt til þess að kjötbirgðir í enda júlí hafa ekki verið minni árum saman. Ef rýnt er í framleiðslu og sölu frá upphafi síðustu sláturtíðar og fram til enda júlí ársins í ár sést að lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár.


Lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár. Í raun sýna tölur að birgðastaðan sé neikvæð í lok júlí eins og hér sést. Heimild: Hagstofa Íslands, Mælaborð Landbúnaðarins


Í raun sýna útreikningar að birgðastaðan sé þegar neikvæð en samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir af kindakjöti 768 tonn í enda júlímánaðar. Meðalsala og útflutningur síðustu fjögurra mánaða var 721 tonn. Þessu vilja afurðastöðvarnar að sjálfsögðu sporna gegn enda setur það áætlanir þeirra um sölu næsta árs í uppnám.

Hagræðingar síðustu ára í sauðfjárrækt hafa leiðrétt erfiða stöðu á markaðnum og fært markaðsvald í meira mæli aftur til bænda. Erfitt er að segja hvernig komandi tímar eiga eftir að vera og óþarft er að minna bændur á hversu skjótt veður skipast í lofti. Hins vegar er ærin ástæða til að líta yfir farinn veg og horfa á komandi tíma björtum augum.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...