Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sveinn segir í grein sinni að hófleg beit á grónu landi á láglendi auki uppskeru.
Sveinn segir í grein sinni að hófleg beit á grónu landi á láglendi auki uppskeru.
Mynd / Myndasafn Bbl
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson, fyrrverandi ráðunautur í kynbótum sauðfjár og skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri.

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjöts, dilkakjöts.

Sveinn Hallgrímsson

Niðurstaða var sú að við framleiðslu dilkakjöts bindist um 22 kg CO2 við framleiðslu hvers kílós kindakjöts. Hér er átt við bindingu umfram losun vegna framleiðslunnar. Binding kolefnis skýrist fyrst og fremst af því að kindakjöt er framleitt með grasi og heyi. Grasið framleiðir plöntur, grös, með tillífun. Plantan tekur CO2 úr andrúmsloftinu og breytir því í fóður fyrir grasbíta, kindur kýr og hross. Það að plöntur breyta koltvísýringi loftsins í fæðu fyrir okkur gerir þennan verknað gagnlegan fyrir andrúmsloftið. Grösin, plönturnar, binda kolefni sem verður að mat fyrir okkur öll. Grösin eru nytjaplöntur, hvort sem þau eru slegin til heyframleiðslu, eða til beitar. Alveg eins er skógur, nytjaskógur, gagnlegur fyrir andúmsloftið, ef hann er nytjaður. Ef hann er nytjaskógur. Ef skógur er ekki nytjaður er hann ekki að binda kolefni okkur til gagns, til langs tíma. Þess vegna tala Nýsjálendingar um Bindingu 100, eða það sem gerist á einni öld. Skógur sem er plantað bindur kolefni úr CO2 á fyrstu 50–70 árunum, svo hnignar honum og hann hættir að binda kolefni. Rotnun og binding eru í jafnvægi. Ef við höggvum trén og búum til timbur sem við notum til að byggja hús, eða annað sem gagnast okkur, þá er það nytjaskógur. Við plöntum skógi aftur, eða hann vex af sjálfum sér; Það vex upp nýr skógur, sem heldur áfram að binda kolefni. Það er komin hringrás sem bindur. En því aðeins að við nýtum skóginn.

Það sama á við hjá grösunum. Ef við nytjum ekki grösin, beitum þau ekki, þá verða þau eins og skógurinn, bindur í 50–100 ár, jarðvegurinn þykknar og þykknar og að endingu verður hann of þykkur og ... jarðvegsrof hefst. Landið fýkur burt, uppblástur! Ekki vegna beitar, heldur miklku frekar vegna þess að gróðurinn er ekki nýttur! Það gildir að sumu leyti um gróðurinn eins og skóginn! Hann bindur meira og lengur, ef hann er nýttur!

Það kemur í ljós að graslendi sem er beitt gefur meiri uppskeru. Þetta vita bændur. Sauðfjárbeit eykur uppskeru, samkvæmt beitartilraunum. Ég fékk ágætan stærðfræðing til að reikna aukningu í uppskeru í FAO-beitartilraununum hér á landi sem gerðar voru hér á landi á láglendi. Samkvæmt útreikningum jókst uppskera í úthaga á láglendi um 10 %, eða eins og segir í greinargerð:

,,Niðurstaða þessara vangaveltna er því sú að reikna megi með að óáborinn úthagi, vel gróinn á láglendi geti gefið af sér u.þ.b. 18–20 hkg þe/ha á ári hverju, og að uppskeruauki við hæfilega beit geti verið u.þ.b. 10%.“

(Lárus Pétursson 2024, óbirt gögn)

Þetta þýðir að beit eykur uppskeru sem þessu nemur, þegar um hóflega beit er að ræða á grónu landi á láglendi. Þetta vita bændur.

Getum við haldið því fram að kindin sem tekur 100 kg þurrefnis á beit á sumrin auki uppskeruna um 10 kg þurrefnis? Já, þetta eru áhrifin af beitinni. Það þýðir að binding vegna beitar eykst, sem þessu nemur eða: 1 kg þurrefnis í beit bindur

1x0,43x3,67 = 1,58 kg CO2. Og skilar súrefninu út í andrúmsloftið.

Hvað þarf ærin sem gefur af sér 20 kg af kjöti á ári mikið þurrefni í beitarfóðri á sumarbeit í 180 daga?
Hún þarf sem hér segir:

180x 0,7x1,2 = 151,2 kg þurrefnis til viðhalds ærinnar.

Reiknað er með að ærin þurfi 0,7 FE til viðhalds á dag og að í hverja FE þurfi 1,2 kg þurrefnis í beitargróðri. Á sama hátt er reiknað fyrir lömbin til viðhalds og vaxtar;

50x3,0x1,2 = 180,0 kg þurrefnis í úthagagróðri.

Hér er reiknað með að lömbin þurfi að ná 50 kg til að framleiða 20 kg af kjöti og þurfi 3,0 FE til að vaxa um eitt kg. Eins og áður þarf 1,2 kg þurrefnis í FE.

Þetta gerir 151,2 + 180,0 = 331,2 kg þurrefnis sem þarf til að framleiða 20 kg af dilkakjöti. Sé reiknað með að beitin auki uppskeru um 10% er bindingin vegna 20 kg af kjöti sem nemur:

33x1,58 = 52,1 kg CO2, sem þýðir 52,1/20 = 2,6 kg á hvert kg kindakjöts.

Í grein minni í Bændablaðinu 2. nóvember 2023 gerði ég ráð fyrir að ærin bindi 479 kg á ári. Þessi 52,1 kg bætast við. Koltvísýringsbinding ærinnar, kindarinnar, sem framleiðir 20 kg af kjöti á ári er þá

479+ 52,1 = 531,1 kg af CO2 koldíoxið á ári.

Hvert kg af dilkakjöti/kindakjöti er þá með jákvætt kolefnisspor sem hér segir:

531,1/ 20 = + 26,56 kg CO2 á kg kindakjöts.

Environice reiknaði með að hvert kg kindakjöts væri með neikvætt kolefnisspor um 28 kg CO2, eins og víða hefur komið fram.

Niðurstaða mín er að kolefnisspor kindakjöts sé +25,56 kg CO2./kg kindakjöts.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...