Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Elinborg Sigurðardóttir, ritari nefndar og formaður Sambands sunnlenskra kvenna.
Elinborg Sigurðardóttir, ritari nefndar og formaður Sambands sunnlenskra kvenna.
Lesendarýni 23. febrúar 2021

Aukum heilsuöryggi kvenna um allt land

Höfundur: Elinborg Sigurðardóttir

Úrræði lækna og ljósmæðra eru fábrotin þegar kemur að heilsu­öryggi kvenna. Óásættanlegt er að þessar starfsstéttir á lands­­byggð­inni þurfi jafnvel að brjóta persónuverndarlög á ögurstundu, til að tryggja heilsu­­öryggi kvenna á Íslandi á 21. öldinni.

Þann 1. febrúar á síðasta ári fagnaði Kvenfélagasamband Íslands 90 ára afmæli sínu með því að ýta formlega úr vör landssöfnun undir heitinu „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“. Þessi söfnun hefur staðið yfir síðan þá. Henni lauk formlega 1. febrúar nk. en hægt er að leggja framlög inn á söfnunarreikninginn a.m.k. til 15. febrúar. Því miður hefur COVID-19 sett stórt strik í söfnunina en upphafsáætlunin var að ná 36 milljónum en þegar þetta er skrifað hafa safnast um 63% þeirrar fjárhæðar. Oft er þörf en nú er nauðsyn á að allir standi saman. Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar er: www.gjoftilallrakvenna.is.

Hver er þessi „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ sem safnað er fyrir?

Í upphafi leitaði afmælisnefnd KÍ eftir upplýsingum hjá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur yfirljósmóður og Huldu Hjartardóttur, yfirlækni Kvennadeildar LSH, um hugmyndir að tækjabúnaði sem vantaði til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land. Hjá þeim komu fram upplýsingar um Astria og Milou kerfi. Þetta eru tæki og tækni sem tengst geta fósturritum og ómskoðunartækjum sem notuð eru við mæðravernd, fæðingar og skoðanir á kvenlíffærum. Möguleiki þessarar tækni kemur sér því afar vel fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sem sinna þessari þjónustu við konur. Þetta snýst um rafræna vistun á gögnum og möguleika á rafrænni tengingu við sérfræðinga á Kvennadeild LSH þegar einhver vafaatriði koma upp.

Ljósmóðir í héraði er oft ein á vakt. Bæði í mæðravernd og fæðingarþjónustu getur tíminn oft skipt miklu máli. Það á ekki síst við á þeim svæðum sem fjærst eru stóru sjúkrahúsunum. Milou tæknin snýst um að tryggja fagaðilum á þessum stöðum aðgang að sérfræðingum og auka öryggi skjólstæðinga með því að fá álit sérfræðinga við úrlestur rafrænna gagna.

Söfnunarverkefnið snýst annar­s­ vegar um uppfærslu á tækjum sem fyrir eru á landinu en sums staðar þarf jafnframt að kaupa ný tæki, vegna þess að þau sem þar eru nú í notkun, eru svo sannarlega löngu komin á tíma. Upplýsingar af pappírsritum allra þessara tækja voru áður send með faxtækjum. Núna eru úrræði lækna og ljósmæðra víðast fábrotin þegar senda þarf upplýsingar á milli og fá úrlestur og álit. Óásættanlegt er að nota símtæki og myndaforrit í þeim til að flytja viðkvæm gögn á milli. Eitthvað sem er brot á persónuverndarlögum en hefur reynst neyðarúrræði í alvarlegum aðstæðum til að geta fengið álit sérfræðinga. Oft á ögurstundu!

Söfnunarverkefnið snýst einnig um að reyna að fækka ónauð­synlegum ferðum t.d. verðandi mæðra milli landshluta vegna þess að tækjabúnaður heima í héraði er ekki nógu góður. Í nútímanum og með aukinni ljósleiðaravæðingu á landinu er margt sem má auðveldlega fylgjast með í heimabyggð, bæði með möguleikum fjarlækninga og rafrænni vistun gagna. Tækni sem þessi bætir alla skráningu með vistun gagna í samtengdu og rafrænu kerfi, sem auðvelt er að fletta upp upplýsingum í þegar bregðast þarf skjótt við í aðstæðum sem upp kunna að koma. Jafnframt er hægt að auka á samvinnu og færa sérfræðiþekkingu og úrlestur nær konunni og fjölskyldu hennar. Minnka fjarveru, vinnutap og óþægindi að ekki sé talað um það, að fá betri tæki og úrlestur af þeim fyrir landsbyggðina. Það færir eftirlitið meira til konunnar frekar en að konan fari úr sinni heimabyggð með öllum þeim óþægindum sem það hefur í för með sér. Þær eru oft í viðkvæmu ferli þar sem ferðalög gera þeim erfitt fyrir og getur beinlínis aukið á áhættuþætti þeirra og eða veikindi.

Kæru landsmenn, tökum nú öll höndum saman og bregðumst við ákalli um aukna tæknivæðingu sem aukið getur öryggi kvenna á meðgöngu, í fæðingu og skoðunar á kvenlíffærum.

Fyrir hönd afmælisnefndar Kvenfélagasambands Íslands,

Elinborg Sigurðardóttir,
ritari nefndar og formaður Sambands sunnlenskra kvenna.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...