Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Allan annan tíma ársins eru þessar hryssur nánast eins og villihrossastóð í frjálsri náttúru að því fráskildu að þær hafa tryggt fóður allan ársins hring bæði í góðri beit og útgjöf eftir þörfum.“
„Allan annan tíma ársins eru þessar hryssur nánast eins og villihrossastóð í frjálsri náttúru að því fráskildu að þær hafa tryggt fóður allan ársins hring bæði í góðri beit og útgjöf eftir þörfum.“
Mynd / Páll Imsland
Lesendarýni 1. apríl 2022

Blóðmerahaldið – eðli mótrakanna

Höfundur: Páll Imsland

Um blóðmerahald hefur verið heit umræða í þjóðfélaginu að undanförnu. Hún hefur gripið með sér hrifnæmt fólk, sem fordæmir starfsemina á grundvelli þeirrar hrifnæmi, en ekki á grundvelli þekkingar og staðreynda. Hér skal aðeins vikið stuttlega að nokkrum veigamiklum staðreyndum í málinu sem sýna að áróðurinn gegn blóðmerahaldi er á villigötum en er hvorki reistur á þekkingu og staðreyndum né skilningi á eðli málanna.

Ítrekað hefur það verið fullyrt að íslenskar merar þoli ekki að tekið sé úr þeim það magn blóðs sem vani er. Slík fullyrðing ber óhjákvæmilega í sér þá merkingu að merarnar veikist, veslist upp eða drepist vegna blóðtökunnar. Það eru hins vegar engin dæmi um það í reyndinni. Merarnar koma út úr blóðtökutímabilinu við bestu heilsu og hafa gert það í áratugi svo hundruðum skiptir árlega. Þessi staðhæfing um þolið er því greinilega ekki staðreynd og staðhæfingin er því alls ekki nothæf sem rök í málinu.

Því hefur líka verið haldið fram að blóðtökurnar séu dýraníð. Staðreyndin er hins vegar sú, að engin íslensk hross hafa það eins gott og blóðmerarnar. Hámarksálag af mannavöldum á þær er á meðan þær eru reknar inn í blóðtökubásinn og blóðið tekið. Sá tími sem í þetta fer í tilviki hverrar hryssu er að jafnaði um ein klukkustund á ári og hryssur koma fullfrískar og eðlilegar út úr básnum. Allan annan tíma ársins eru þessar hryssur nánast eins og villihrossastóð í frjálsri náttúru að því fráskildu að þær hafa tryggt fóður allan ársins hring bæði í góðri beit og útgjöf eftir þörfum. Þörfin miðast við að þær komi vel fram gengnar og í sæld undan vetri og geti auðveldlega gengið með fóstur, kastað heilbrigðu folaldi að vori og séð því fyrir nægri mjólk og síðan komið inn í blóðtökurnar um mitt sumar hraustar og heilbrigðar. Staðhæfingin um dýraníð stenst því engan veginn, hún er ekki staðreynd og er vita gagnslaus sem rök í málinu.

Því hefur einnig verið haldið fram að folöld úr blóðstóðum séu smærri eða ræfilslegri en önnur folöld. Líklega hefur engin magnbindandi úttekt verið gerð á því máli, en það er reynsla þeirra fjölmörgu sem fylgjast með hrossastóðum og kunna að lesa í ástand folalda að þessi fullyrðing er ekki á rökum reist. Ég hef t.d. um áraraðir fylgst með blóðtökum á ýmsum bæjum og aldrei séð annað en að folöldin í þeim stóðum sem ég þekki séu almennt stór og þroskamikil að hausti, heilsuhraust, falleg og sæl og síst smærri en önnur folöld. Það má því fullyrða að þessi staðhæfing um folöldin sé ekki staðreynd frekar en hinar ásakanirnar tvær og er því heldur ekki nothæf sem rök í málinu.

Þessi þrjú atriði eru eiginlega allt sem segja þarf um blóðmerahaldið og nóg til að sýna fram á það, að áróðurinn gegn því byggist ekki á staðreyndum og miðar ekki að sannri og málefnalegri umræðu um málið. Þetta er í raun svæsinn áróður ætlaður til að spilla fyrir starfseminni og brjóta hana á bak aftur. Hann er sem sagt vísvitandi skemmdarverk.

Páll Imsland.

Skylt efni: blóðmerahald

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...