Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna.
Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna.
Lesendarýni 13. október 2022

Hátíð Slow Food- samtakanna

Höfundur: Hafliði Halldórsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Terra Madre, stærsta bændaráðstefna í heimi, fór fram í septemberlok sl. í Torino-borg á Norður-Ítalíu.

Þar koma saman smáframleiðendur frá um 150 löndum, samhliða Salone del Gusto, þar sem fram fóru yfir 300 smakkanir og fyrirlestrar um sértæk matvæli og vín, enda eru þar komnir saman margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvæla- framleiðslu, víngerðar og matseldar úr heiminum. Slow Food miðar að því að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda með fræðslu og þátttöku grasrótarinnar um allan heim. Meginmarkmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla.

Endursköpun á forsendum náttúrunnar

Aðalþemað í ár var „Regenaration“ eða endursköpun og sérstök áhersla á fjölbreyttar tegundir sáðkorns og belgjurta, heilbrigði og vernd jarðvegs. Slow Food beita sér fyrir heilbrigðri skynsemi og sjálfbærni í umgengni um auðlindirnar í fæðukeðju okkar sem byggjum plánetuna Jörð. Að vernd náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika er eina leiðin fram á við til að halda vistkerfum okkar við og fæða jarðarbúa framtíðarinnar.

Góður, hreinn og sanngjarn

Einkunnarorð samtakanna eru.„Good, Clean and Fair“ sem má útleggja í beinni þýðingu sem Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Sem bændur um allan heim þekkja á eigin skinni að er ekki alltaf sjálfgefið í þeim kerfum sem þeir starfa innan.

Þátttaka Íslendinga í Terra Madre

Íslandsdeild Slow Food átti á annan tug þátttakenda á Terra Madre í ár, smáframleiðendur, bændur, kokkar, matarnördar og vísindamenn sem tóku þátt í ýmsum viðburðum og funduðu einnig með öðrum norrænum fulltrúum. Ísland átti sviðið í Terra Madre Kitchen, þar sem stjórnarmaður Slow Food á Íslandi, matreiðslumeistarinn Dóra Svavarsdóttir frá Drumboddsstöðum og undirritaður elduðum tvo morgunverðarrétti með íslenskum og norrænum hráefnum. Norska kartöflu-lefsu með sænskum ostum og sultu, og alíslenskan bygggraut úr byggi frá bændunum á Vallanesi með súru slátri og lifrarpylsu.

Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna og sértækar aðstæður og tegundir á hverjum stað í forgrunni. Fyrir allt áhugafólk um mat, sanngirni í viðskiptum með matvæli og sjálfbærni í umgengni um náttúruna mæli ég svo sannarlega með þátttöku í Slow Food-samtökunum á www.slowfood.is

Skylt efni: Slow Food

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...