Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mismunandi gæði hafrayrkja skila sér í flögugerðina eins og sjá má á þessum myndum þar sem sjást afhýddir hafrar og fallegar flögur. Á hinni myndinni sést tilraun til flögugerðar á hafrayrki af lakari gæðum.
Mismunandi gæði hafrayrkja skila sér í flögugerðina eins og sjá má á þessum myndum þar sem sjást afhýddir hafrar og fallegar flögur. Á hinni myndinni sést tilraun til flögugerðar á hafrayrki af lakari gæðum.
Lesendarýni 15. júlí 2022

Hollur er heimafenginn hafragrautur

Höfundur: Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ & Jónína Svavarsdóttir, umsjónarmaður jarðræktartilrauna hjá LbhÍ

Hafrar (Avena sativa), einnig nefnd akurhafri, voru mikið ræktaðir í heiminum sem hestafóður á öldum áður en umfang ræktunarinnar minnkaði og aðeins brot af því sem hún var fyrir tilkomu bíla og véla.

Jónína Svavarsdóttir
Hrannar Smári Hilmarsson

Hafrar eru korntegund sem er kröfuhörð en óvandlát í senn. Til þess að uppskera hafra af

háum gæðum til manneldis þurfa þeir að þroskast vel og lengi en hafrar þrífast vel í rýrum og ófrjósömum jarðvegi og við lægri áburarskammta en aðrar korntegundir. Niðurstöður rannsókna í Noregi hafa sýnt að hafrar geta tekið upp fastbundinn fosfór. Því geta hafrar aukið áburðarnýtni og henta því vel í sáðskipti, einnig þar sem blaðsjúkdómar í byggi herja ekki á hafra og því er sjúkdómshringrásin rofin með því að rækta hafra á eftir byggi.

Hafrar eru taldir eiga uppruna sinn sem illgresi í byggökrum og eiga sér styttri ræktunarsögu en aðrar korntegundir. Sterkjuhlutfallið er lægra í höfrum en byggi en hafrar bæta orkuinnihaldið upp með háu fituinnihaldi. Hafrar eru feitasta kornið en fituhlutfallið í korninu er á bilinu 6-8% hérlendis og getur verið hærra. Fitan er ekki æskileg fjórmagadýrum en þó er þetta ekki yfirdrifið magn, og vísbendingar eru um að fita í fóðri nautgripa dragi úr metanlosun. Fitan er holl mannfólki en að auki gómsæt viðbót þegar nota á hafra til matvælaframleiðslu. Kex, morgunkorn, brauð og kökur úr höfrum eru vinsælar matvörur á heimilum landsmanna að ógleymdum hafragrautnum sem hefur verið að auka vinsældir sínar meðal ungs fólks í Evrópu með tilkomu nýrra og spennandi uppskrifta. Hafrar eru holl neysluvara sem hafa góð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, amínósýrusamsetningin er hentug mönnum og trefjar hafra eru það líka. Sérstaklega ber að nefna beta-glúkan trefja sem lækkað geta blóðsykur og kólestról í blóði.

Talsverðir möguleikar eru fólgnir í því að hafravörur verði úr íslensku hráefni. Til þess þarf einkum tvennt, hentug yrki á markað og myllur sem unnið geta kornið í flögur og mjöl. Rannsóknir við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ á Hvanneyri standa yfir með styrk frá Matvælasjóði til þess að finna og þróa yrki sem henta best til ræktunar hér á landi með manneldi að markmiði.

Ræktun hafra á Norðurlöndum er talsverð. Finnar rækta mest af höfrum, eða á næstum 300 þúsund hektörum, og eru enn fremur næststærsti útflytjandi hafra í heiminum á eftir Kanada. Svíar rækta hafra á 165 þúsund hekturum og Norðmenn 69 þúsund. Norðmenn stefna á sjálfsnægt í neyslu hafra og eru langt komnir að því markmiði. Hafrarækt hér á landi er lítil, þó er á markaði haframjöl frá Sandhóli í Meðallandi. Hafrar voru teknir til prófana hér á landi af Klemenzi Kristjánssyni á Sámstöðum í Fljótshlíð á fyrri hluta síðustu aldar, en þar sem hafrar gátu ekki keppt við bygg í uppskerumagni og flýti til þroska var lögð meiri áhersla á byggræktun og kynbætur. Hafrar þurfa lengri þroskatíma en bygg hér landi, en geta staðið lengur og þola haustveður betur.

Þannig lengist uppskerutímabilið og nýting þreskivéla og þurrkaðstöðu eykst.

Aðstæður hér á landi til ræktunar hafra til manneldis eru krefjandi. Lágt hitastig takmarkar stærð og þroska kornsins sem kemur niður á gæðum þess. Hins vegar sýna niðurstöður tilrauna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ að arfgerðarþátturinn hefur stór marktæk áhrif á gæði kornsins. Við Jarðræktarmiðstöðina hafa verið þróaðar aðferðir til að meta myllunargæði hafra sem ræktaðir eru hér í jarðræktartilraunum. Alls voru prófaðar 136 arfgerðir af höfrum árið 2021 sem voru valdir sérstaklega sem fljótþroska yrki. Niðurstöðurnar sýndu mikinn breytileika á þúsundkornaþyngd og rúmþyngd sem eru þekktir eiginleikar til þess að meta gæði korns. Að auki var kornið flokkað eftir stærð, stærri en 2,5 mm, stærri en 2,2 mm og minni en 2,2 mm. Enn fremur voru öll sýni afhýdd í tilraunaafhýðara og gæði afhýðingarinnar metin ásamt hörku kornsins, það er hvort það brotni við afhýðingu. Þessir þættir skiluðu sér beint í gæði hafraflaganna sem voru gerðar úr korni til bragðpófana hjá MATÍS eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Einnig hefur Jarðræktarmiðstöð LbhÍ nú þriðja árið í röð lagt út tilraun með 9 algengum hafrayrkjum. Yrkin voru sett út á þremur stöðum og eru skoðaðir hefðbundnir uppskerueiginleikar, en að auki eru sýnin afhýdd og gæði afhýðingarinnar metin. Mikill arfgerðamunur er á korninu en einnig mikill munur eftir ræktunarstöðum.

Mikill munur er á myllunargæðum hafra eftir arfgerðum en þegar hugað er að höfrum til manneldis skiptir gæði hafraflaganna miklu máli, því neytandinn gerir kröfur á bragðgæði og áferð. Við ræktun hafra til manneldis er mikilvægt að finna hentugar arfgerðir sem bæði eru auðveldar í ræktun, afhýðast vel og brotna ekki við vinnslu. Með auknum tilraunum væri hægt að finna hentug yrki sem uppfylla þessar kröfur og auk þess gætu ræktunaraðilar valið hafrayrki til ræktunar með það að leiðarljósi hversu mikið beta- glúkan finnst í þeim. Rannsakað verður magn beta-glúkana trefja í höfrum ræktuðum hér á landi. En magn þeirra stjórnast af miklu leyti eftir umhverfisaðstæðum, mikilvægt er því að kanna hvort stakar arfgerðir séu betur til þess fallnar að framleiða beta-glúkana við íslenskar aðstæður en aðrar.

Til þess að aðlaga hafra enn betur að íslenskum aðstæðum þarf að gera fleiri tilraunir og hefja víxlanir á höfrum til þess að kynbæta stofninn með gæði, uppskeru og öryggi í ræktun að leiðarljósi.

Skylt efni: hafrar | kornhorn

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...