Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hver lítur sínum augum á silfrið
Lesendarýni 13. febrúar 2018

Hver lítur sínum augum á silfrið

Höfundur: Haraldur Benediktsson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið fyrr á þess ári. Þórdís lagði út frá eftirfarandi; tveir menn standa og horfa báðir á sömu töluna sem skrifuð hefur verið í sandinn.  Talann er 6 sagði annar, en hinn sagði töluna vera 9.  
 
Þessi skrif iðnaðarráðherra komu mér í hug við lestur fréttaskýringar um fjármögnun vegaframkvæmda, eftir ritstjóra Bændablaðsins í síðasta tölublaði þess. Grunnur að skrifum hans er það  viðhorf margra, svo sem Félag íslenskra bifreiðra eigenda, þess efnis að skatttekjum af umferð og ökjutækjum sé ekki ráðstafað til vegamála.  Þessi nálgun er í grundvallaratriðum villandi, ef hún er skoðuð  í samhengi við framkvæmd laga um opinber fjármál.   
 
Þótt ég hafi þá reynslu að lítið þýði að reyna að leiðrétta þessa meinloku, geri ég samt hér litla tilraun. Ég er að reyna að horfa á sömu tölur frá annarri hlið. Þá þeirri hlið sem ritstjórinn beinir orðum sínum að, þeim sem höndla með skatttekjur almennings, stjórnmálamenn, sem er sú stétt sem ég tilheyri nú um stundarsakir.
 
Hin hliðin
 
Veruleikinn er að þeir skattstofnar sem helgaðir hafa verið til vegamála hafa lengst af skilað sér til vegamála.  Eldsneytisgjöld og önnur gjöld af umferð, eins og þungaskattar, hefur verið varið til vegamála.  Reyndar hefur fjármunum umfram það verið ráðstafað. Samkvæmt áralöngu uppgjöri á þeim tekjustofnum, sem með beinum hætti voru merktir vegagerð og færðir til Vegagerðarinnar, hefur verið ráðstafað hærri fjárhæðum, með fjárlögum. Samkvæmt því uppgjöri „skuldar“ Vegagerðin ríkissjóði ríflega 19 milljarða. Þetta er auðvitað sérstök framsetning því Alþingi með fjárlögum samþykkir fjárheimildir til Vegagerðarinnar. Á meðfylgjandi töflu er gerð tilraun til að sýna hvernig þessi „skuld“ Vegagerðarinnar hefur þróast frá árinu 2013 til ársloka 2017. Ætla má að við upphaf þessa árs hafi uppsafnaður halli farið yfir 20 milljarða. En uppgjör ársins liggur ekki endanlega fyrir þegar þetta er ritað.
  • 2013      17,3
  • 2014      17,3
  • 2015      18,3
  • 2016      19,3
Það er síðan önnur umræða hvort það sé fullnægjandi og ekki ætla ég annað en að taka undir með ritstjóranum um að þessar fjárhæðir þurfa að verða mun hærri. En þetta er hið formlega uppgjör, eftir þeim lögum sem um slíkt gilda og hafa gilt. Uppgjörið segir að meiri fjármunum hefur verið á fjárlögum – umfram þær tekjur sem merktar hafa verið vegagerð.
 
En varðandi aðrar tekjur sem m.a. FÍB hefur viljað merkja til vegamála er mjög langt seilst.  Að tína til tolla og vörugjöld af ökutækjum og varahlutum og merkja það til vegagerðar, hvað þá  virðisaukaskatt. Hér er um almenna skattstofna að ræða. Ekki frekar en við sérmerkjum almenna skattstofna eins og vsk af ýmsum vörum til einstakra málaflokka.  
 
Ættum við kannski að setja allar tekjur ríkissjóðs af sjónvarpstækjum til kvikmyndagerðar? Með þessari nálgun mætti þá allt eins spyrja hvort tekjur af  bílum og umferð  eigi þá að greiða fyrir kostnað af sem af bílaumferð. Eins og  fyrir löggæslu á vegum og framvegis.   Auðvitað gerum við það ekki.
 
En við skulum þá orða þetta eins og það er. Ökutæki og þeim tengd starfsemi er hluti af tekjuöflun ríkissjóðs. Þeir sem ræða um að milljörðum sé stolið af þeim tekjustofnum til annarra verkefna ættu líka að bera fram tillögur um hvar á þá að taka þá fjármuni til baka. Hvort sem okkur líkar þessi ráðstöfun eða ekki, þá er þetta veruleikinn.  Ættum við skera niður í menntamálum, heilbrigðismálum? Hvar eigum við skera niður til að sækja þessa tugi milljarða? Ég deili ekki um þörfina fyrir þessa fjármuni í vegakerfið og tek undir þær. En það er ekki þannig að þessum fjármunum hafi verið skotið undan.  Þeir eru í notkun. Þeir bíða ekki á bók. Það er alveg sama hvað margar myndir af þyrlum eða öðrum þörfum framkvæmdum við nefnum að hefði mátt fara í – þeir fara í notkun í almannaþágu.
 
Gagnrýni til gagns
 
Það er hins vegar málefnaleg gagnrýni á hækkun kolefnisgjalda og þá þráhyggju stjórnmálamanna að leggja stöðugt á nýja skatta, í fréttaskýringu blaðsins.  
 
Sjálfum líkar mér ekki hækkun kolefnisgjalda – en ber samt ábyrgð á þeim með mínu atkvæði á Alþingi. Fyrst og fremst þar sem ég er hluti af þeim meirihluta sem myndaður var. Í núverandi meirihluta er stjórnmálaflokkur sem talaði með mjög skýrum hætti fyrir kolefnisgjöldum og vildi reyndar ganga mun lengra. Með því að sá flokkur leiðir núverandi meirihluta er ekki óskiljanlegt en að stefnu hans gæti.   
Ég þekki vel hvaða áhrif þessi gjöld hafa á fólk sem búsett er í dreifbýli og hefur ekki annan kost í samgöngum en að reka sterka bíla og keyra tugi eða hundruð km til að sækja almenna þjónustu. Það er ekki veruleiki okkar sem búum í sveitum landsins að geta keypt rafmagnsbíla, með skattaívilnun, til að sinna daglegum ferðum okkar um langan veg. Í það minnsta ennþá.
 
Verkefnið er stórt
 
Lauslega má segja brýn úrbótaverkefni í samgöngum sem þegar er búið að leggja út að þurfi að ráðast í – kosti ríflega 200 milljarða.  Þá er ég ekki með í þeirri tölu úrbætur á þeim þúsunda km tengivega sem íbúar dreifbýlis búa við. Þar liggja ríflega 100 milljarðar til viðbótar.
 
Það er öllum ljóst að núverandi fjármagn til vegamála dugar hvergi. Það má öllum vera ljóst að stórhækkun kolefnisgjalda breytir litlu um loftslagsmál fyrir stóran hluta landsmanna – annað en að gera búsetu þessa fólks óbærilega dýra. Það er flestum ljóst að með fjölgandi bílum sem nota aðra orkugjafa en bensín og olíur – verður að endurskoða skattheimtu af þeim.  Ný og breytt skattlagning ökutækja verður að verða sem fyrst og að því er nú unnið.
 
Umræðan um vegtolla eða veggjöld í því sambandi á fullkomlega rétt á sér. Ef landsmenn eiga ekki að bíða í tvær aldir í viðbót eftir framförum þá þýðir ekki að slá slíka umræðu af borðinu
Veggjöld eru staðreynd í okkar samfélagi. Innheimtu þeirra lýkur á þessu ári í Hvalfjarðargöngum.  Innheimta veggjalda mun verða í nýjum Vaðlaheiðargöngum, innan skamms. Innheimta notendagjalda er hjá þeim sem nota ferjur sem hluta af sínum samgöngumáta. Nefna má hafnargjöld, eða gjöld á flugvöllum til viðbótar.  
 
Ég vildi hins vegar skýra frá sjónarhóli stjórnmálamanns sem hefur um skamma hríð starfað við fjármál ríkissjóðs – hvernig þau mál eru þar skilgreind og unnin.  Örugglega hef ég einhvern tímann tekið undir slíka nálgun sem ég gerði hér að umtalsefni – hana virði ég. Í engu reyni ég að hrekja þau viðhorf sem sett eru fram í fréttaskýringu blaðsins um mikilvægi uppbyggilegrar umræðu um þetta mesta hagsmunamál sem búa á landsbyggðinni – heldur get tekið undir það flest.
En svona horfi ég á „silfrið“.
 
Haraldur Benediktsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Skylt efni: Vegamál

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...