Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Hvers vegna eru smábátar, sem framleiða verðmætustu og eftirsóttustu sjávarafurðirnar, gagnrýndir varðandi meðferð á afla? Hvers vegna þarf að skerpa og endurskoða markmið strandveiða frekar en kvótakerfisins? Og af hverju eru grænustu og umhverfisvænstu veiðarnar teknar út fyrir sviga þegar rætt er um kolefnisspor?“ spyr Kjartan m.a. í grein sinni.
„Hvers vegna eru smábátar, sem framleiða verðmætustu og eftirsóttustu sjávarafurðirnar, gagnrýndir varðandi meðferð á afla? Hvers vegna þarf að skerpa og endurskoða markmið strandveiða frekar en kvótakerfisins? Og af hverju eru grænustu og umhverfisvænstu veiðarnar teknar út fyrir sviga þegar rætt er um kolefnisspor?“ spyr Kjartan m.a. í grein sinni.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 31. janúar 2023

Lokaþáttur Verbúðarinnar?

Höfundur: Kjartan Sveinsson, f.h. Strandveiðifélags Íslands.

Strandveiðifélag Íslands er uggandi yfir þeim bráðabirgðaniðurstöðum sem starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað af sér til matvælaráðuneytisins.

Kjartan Sveinsson, f.h. Strandveiðifélags Íslands.

Skýrslan er stór og mikil, en breytingarnar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu virðast vera þeim mun minni. Okkur virðist sem hugmyndin sé einfaldlega sú að leggja auknar kvaðir á smábáta, á meðan kvótakóngarnir sleppa stikkfrí – eða standa styrkari fæti, ef eitthvað er. Kvótakerfið er sett á stall, en strandveiðiflotinn fær holskeflu af rógburði í andlitið.

Það er augljóst á lista viðmælenda að stærstu og frekustu aðilarnir hafi fengið greiðari aðgang að starfshópunum en litla fólkið, enda vekur það furðu að fjölmargar hugmyndir um strandveiðar séu nánast orðrétt apaðar upp eftir áróðursmaskínu LÍÚ. Hvers vegna eru smábátar, sem framleiða verðmætustu og eftirsóttustu sjávarafurðirnar, gagnrýndir varðandi meðferð á afla? Hvers vegna þarf að skerpa og endurskoða markmið strandveiða frekar en kvótakerfisins? Og af hverju eru grænustu og umhverfisvænstu veiðarnar teknar út fyrir sviga þegar rætt er um kolefnisspor? Ef trúverðugleiki starfshópanna á að vera nokkur förum við fram á fullt gagnsæi og að allur vitnisburður sem starfshópunum barst verði gerður opinber. Við verðum að fá botn í það hvernig komist var að þessum niðurstöðum.

Að sama skapi á Strandveiðifélagið erfitt með að treysta því að slaufun 5,3% kerfisins muni gagnast strandveiðimönnum. Skýrslan er mjög óljós hvað þetta varðar. Ekki liggur fyrir rökstuðningur fyrir afnám kerfisins og lítið er gefið í skyn varðandi hvert þær heimildir ættu að fara, annað en „í sértæka byggðakvóta og/eða strandveiðar“. Skýrasta hugmyndin sem sett er fram er að leggja eigi almennan byggðakvóta niður og færa hann yfir á sértækan byggðakvóta sem Byggðastofnun sér um að úthluta. Er það þá Byggðastofnun sem fær að ráða hvaða byggðarlög fái að lifa eða deyja? Þrátt fyrir að Byggðastofnun hafi úthlutað félögum tengdum starfsmönnum sínum 5.400 tonna aflamarki?

Strandveiðifélag Íslands gerir sér grein fyrir því að þetta eru bráðabirgðatillögur. Við gerum ráð fyrir því að viðbrögð smábátasjómanna við tillögunum geri það að verkum að starfshóparnir breyti snarlega um stefnu. Ráðherra hefur enn tækifæri til að breyta rétt. Þó að LÍÚ hafi efni á dýrustu lögfræðingunum, almannatenglunum og áróðurspésunum, þá telur strandveiðiflotinn um 700 báta. Langþreyta og reiði trillukarla og kvenna þýðir að þolinmæði okkar er að þrotum komin. Verði tillögurnar í þessari mynd að frumvörpum og svo lögum, þá hefur lokaþáttur Verbúðarinnar verið skrifaður. Trillukarlar og -konur munu berjast með kjafti og klóm til að það verði aldrei.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...