Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný landbúnaðarstefna
Lesendarýni 18. janúar 2017

Ný landbúnaðarstefna

Hér er lýst mögulegri nýrri landbúnaðar­stefnu sem byggð er á Evrópsku landbúnaðar­stefnunni, CAP.  
 
Markmið nýju land­búnaðar­stefn­unnar er fjölbreytt matvæla­­framboð á sanngjörnu verði, fæðu­öryggi, trygg lífs­afkoma bænda, velferð lands­­byggðanna og góð efnahags­þróun í dreifbýli.  
 
Þessi stefna væri mikil framför frá nú­­ver­andi búvöru­samningum og búvörulögum fyrir bæði almenn­ing og bændur. 
 
 
1. Grunnstuðningur
Virkir bændur eiga rétt á grunngreiðslum viðhafi þeir viðurkenndar starfsaðferðir sem stuðla að vernd umhverfis og almannahag. Grunnstuðningi er ætlað að tryggja afkomuöryggi bænda. Greiðslurnar eru óháðar sveiflukenndri vörusölu á mörkuðum. Beingreiðslunum er einnig ætlað að stuðla að stöðugu framboði helstu matvara.  Fullur grunnstuðningur er 2,4 milljónir kr. á býli á ári.
 
Framleiðendurnir hafa frelsi til að bæta afkomu sína með því að keppa á markaði og aðlaga framleiðsluna að eftirspurn og þörfum markaðarins.  Undanþágur frá samkeppnislögum falla niður.
 
Beingreiðslur býlis geta lækkað ef starfsemin fer á svig við viðurkenndar starfsaðferðir, samkvæmt nánari útfærslu í reglugerð.
 
2. Viðurkenndar starfsaðferðir 
Til að fá óskertar grunngreiðslur þurfa bændur að starfa samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum varðandi matvælaöryggi, velferð húsdýra, velferð plantna, sjálfbæra landnýtingu, loftslagsvernd, vatnsvernd, ástand ræktaðs lands og fleira. Kröfurnar skiptast í lögbundnar kröfur og góðar starfsvenjur í landbúnaði og umhverfismálum.
 
Bændum og búaliði skal standa til boða ráðgjöf um viðurkenndar starfsaðferðir, græna starfshætti, vatnsvernd, sjálfbæra notkun varnarefna og ráðstafanir til að bæta þróun í dreifbýli.
Stjórnvöldum ber að skil­greina hvað teljast viðurkenndar starfsaðferðir og önnur skilyrði fyrir grunnstuðningi og veita bændum fræðslu þar um.
 
3.Valkvæðar og grænar greiðslur
Bændur eiga kost á viðbótar­stuðningi fyrir tiltekin æskileg verkefni. Meðal verkefna sem koma til álita í þessu sambandi eru tæknivæðing og aðgerðir sem stuðlar að öryggi og vinnuvernd, auka framlegð, bæta velferð dýra og plantna, endurheimt votlendis, skógrækt, fegrun lands og landumsjón á vissum svæðum. Einnig nýsköpun svo sem ferðaþjónustutengd verkefni, vöruþróun vegna „beint frá býli“ og fleira. 
Bændur sem beita tilteknum aðferðum við ræktun, sem taldar eru stuðla að vernd loftslags og umhverfis, eiga rétt á „grænum greiðslum“ á hektara.  Þrjár mikilvægustu aðferðirnar í þessu sambandi eru gott viðhald túna, sáðskipti og að yrkja lífræn svæði.
 
4. Ungir bændur 
Til að stuðla að kynslóðaskiptum eru grunngreiðslur til ungra bænda 5% hærri fyrstu 5 ár búskapar.
 
5. Sérstakar aðstæður
Bændur sem búa á landsvæðum þar sem náttúrulegar aðstæður takmarka búskap, eiga rétt á allt að 20% hærri grunngreiðslum.
 
6. Meiri háttar forsendubreytingar 
Þegar stuðningskerfi landbúnaðar eða starfsskilyrðum er breytt verulega af stjórn­völdum ber að gera það af fyllstu tillitssemi við bændur og tengda aðila sem verða fyrir raski eða tjóni og bæta fjárhagstjóni í sumum tilvikum.
 
7. Hámark greiðslna 
Ef heildarupphæð stuðnings einstaks bús fer yfir 20 milljónir kr. á ári skerðast greiðslur um 5%.
 
8. Stjórnun og eftirlit
Greiðslustofnun (Matvæl­a­stofnun) úthlutar grunnstyrkjum samkvæmt reglum. Stofnunin metur frammistöðu bænda og annara rétthafa, hvað varðar að starfa eftir viðurkenndum starfsaðferðum og úthlutar valkvæðum greiðslum eftir vinnuframlagi hvers virks bónda.   
 
Greinargerð
 
Guðjón Sigurbjartsson.
Nýir búvörusamningar til 10 ára gera ráð fyrir að skattgreiðendur styðji bændur á fjárlögum árlega um 14 milljarða króna. Tollar og innflutningshömlur á matvælum gera neytendum að greiða árlega um 24 milljarða króna meira fyrir matvæli en annars væri og takmarkar framboð matvæla.  Af tollverndinni nýtist bændum um 10 milljarðar kr. en slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr.  Samtals reiknast ofangreindur stuðningur vegna landbúnaðarins um 38 milljarða kr. á ári, eða tæpar 12 milljónir á bú, sjá töflu. 
 
Í búvörulögunum er svohljóðandi ákvæði um endurskoðun ekki síðar en árið 2019. Margir stjórnmálaflokkanna á Alþingi vilja breytingar á landbúnaðarstefnunni. Það lítur því út fyrir að breytingar séu óhjákvæmilegar, enda löngu tímabærar. Því er um að gera að nýta tímann vel og huga að nýrri framsækinni landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.  
 
Ef leitað er fyrirmynda er nærtækast að leita til innan EES.  Evrópska landbúnaðarstefnan, CAD, frá 2013, er vel úthugsuð og aðgengileg. Beinn stuðningur við bændur er nokkuð lægri en hér í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en nokkuð hærri í Noregi.  Í Evrópu er hins vegar opinn matvörumarkaður milli landa án tolla.  Undantekningar eru auk Íslands, Noregur og Sviss sem eru mun efnaðri þjóðfélög en Ísland. Tollar Noregs og Sviss eru þó mun lægri en Íslands.  
 
Nýja landbúnaðarstefnan gengur út á að virkir bændur fái grunnstyrk og viðbótarstyrki fyrir verkefni sem koma landinu og íbúunum vel. Að öðru leyti keppa þeir á frjálsum markaði. Stjórnvöld ákveða viðmiðanir og upphæðir stuðnings og endurskoða árlega væntanlega í samráði við hagsmunaaðila.  Ofangreindar tölur og hlutföll eru bara vísbendingar.  
 
Beinn stuðningur getur áfram verðið álíka hár og hann hefur verið en tollverndin hlýtur að falla niður í áföngum, með hagsmuni (fátækra) neytenda og alls almennings í huga.    Í staðinn opnast 550 milljón manna Evrópumarkaður fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Samt má gera ráð fyrir samdrætti, aðallega í hvíta kjötinu og tengdum vinnslugreinum. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2007 mat á fjölda starfa í landbúnaði (um 4.400) og afleidd störf (um 5.600) og taldi þau samtals um 10.000.  Með niðurfellingu tollverndar má ætla að störfunum fækki í heild um 500, aðallega í greinum sem tengjast hvíta kjötinu sem bætist við fækkun vegna tæknivæðingar og hagræðingar sem er að eiga sér stað hvort sem er.
 
Í framtíðinni má gera ráð fyrir að búum fækki og þau stækki samhliða tæknivæðingu og sérhæfingu. Þessi landbúnaðarstefna verndar lítil og meðalstór bú, ef vilji stendur til þess, með skilgreiningu á því hvað telst virkur bóndi og hver upphæð grunnstyrks er á hverjum tíma.  
 
Með góðri útfærslu getur þessi landbúnaðarstefna gagnast landi og þjóð mjög vel.
 
Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og bóndasonur
 
Tilvísanir:
https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...