Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur
Lesendarýni 8. september 2022

Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ og formaður NautBÍ

Ný verðlagsnefnd hittist á sínum fyrsta fundi í síðustu viku á nýrri skrifstofu matvælaráðuneytisins. Fráfarandi nefnd fundaði síðast í mars þegar verðlagsgrundvöllur marsmánaðar var tekinn fyrir og var þá einnig síðast verðlagt. Kúabændur hafa fundið fyrir verulegum hækkunum í sínum rekstri, í aðföngum, aðkeyptri þjónustu og vaxtahækkunum. Það var því afar brýnt að ný nefnd tæki til starfa.

Herdís Magna Gunnarsdóttir.

Reiknuð hækkun september- grundvallar frá síðustu verðlagningu var 4,56% og fengu bændur fulla hækkun samkvæmt uppreiknuðum verðlagsgrundvelli.

Á dagskrá fundarins lá, ásamt öðru, fyrir að taka fyrir erindi matvælaráðuneytisins um tillögur starfshóps um verðlagsmál. Umræddur starfshópur var skipaður við endurskoðun starfssamnings nautgriparæktarinnar 2019. Þann 6. maí 2021 skilaði starfshópurinn skilabréfi til ráðherra þar sem lagðar eru til þrjár megintillögur.

Undirrituð sat í umræddum starfshóp og tel ég mikilvægustu tillögu bréfsins vera að reiknilíkan verðlagsbúsins verði endurskoðað en það var samróma álit starfshópsins. Endurnýjun verðlagsgrunns hefur lengi verið til umræðu meðal kúabænda og kom talsvert til tals í nýlokinni hringferð BÍ um landið.

Það er ekki að ástæðulausu. Verðlagsgrunnur kúabús er orðinn yfir 20 ára gamall, grunnbúið er með 188.000 lítra framleiðslu auk uppeldis geldneyta en á síðustu áratugum hefur orðið gríðarleg framþróun í íslenskri mjólkurframleiðslu. Árið 2021 var fjöldi kúabúa 517 talsins, þeim hefur fækkað og þau hafa stækkað. Meðalbústærð síðasta árs var 51,1 kýr og meðal innleggið 288.088 lítrar mjólkur. Meðalframleiðsla íslenskra mjólkurkúa hefur aukist um 50% á síðustu 30 árum og má rekja þá þróun til bættrar þekkingar og fóðrunar en ekki síst bætts aðbúnaðar og stórkostlegrar tækniframþróunar, m.a. með tilkomu mjaltaþjóna.

Það gefur því auga leið að núverandi grundvöllur lýsir ekki hagkvæmu nútímabúi. Mörg ár aftur í tímann má finna bókanir í fundargerðum verðlagsnefndar þar sem nefndarmenn leggja til og ítreka mikilvægi þess að verðlagsgrundvöllur verði uppfærður. Það er því afar ánægjulegt að á fundi nýrrar verðlagsnefndar í síðustu viku var ákveðið að fyrir næsta fund verðlagsnefndar í októberbyrjun muni formaður nefndarinnar í samstarfi við matvælaráðuneytið gera tillögu um framkvæmd og verkáætlun að uppfærslu á reiknilíkönum verðlagsnefndar, eins og lagt er til í skilabréfi starfshópsins. Lengi hefur verið rætt um verkefnið eins og ógjörningur væri að framkvæma það.

Flóknari verkefni hafa þó verið leyst og með tilkomu gagna úr rekstrarverkefni RML ætti lítið að vera því til fyrirstöðu að uppfæra verðlagsgrundvöll kúabús.

Aftur til framtíðar

Uppfærsla verðlagsgrunns er að mínu mati grundvallarforsenda fyrir styrkingu núverandi verðlagskerfis og verður grunnurinn að endurspegla hagkvæmt nútímabú.

Íslenskir kúabændur hafa á síðustu árum hagrætt verulega í sínum rekstri, búum hefur fækkað, þau hafa stækkað og í heildina framleiða íslenskir bændur í dag meiri mjólk með færri kúm.

Þegar niðurstöður rekstrarverkefnis RML fyrir árið 2020 og kostnaðarliðir verðlagsgrunns septembermánaðar sama ár eru borin saman má einna helst sjá talsverðan mun í liðum breytilegs kostnaðar svo sem kjarnfóðri, rekstrarvörum og aðkeyptri þjónustu. Í verðlagsbúinu eru þessir liðir stórlega vanmetnir, það sama á við um vaxtakostnað.

Við höfum ekki enn niðurstöður úr rekstrarverkefni RML fyrir 2021 en eins og flestir vita hafa hækkanir á aðföngum verið gríðarlegar undanfarið, auk þess að aukinn vaxta- og fjármagnskostnaður er farinn að taka verulega í í rekstri nútímakúabúa sem hafa mörg hver farið í gegnum mikinn uppbyggingarfasa með tilheyrandi fjárfestingum.

Tekjuliður núverandi verðlags- grundvallar hefur ekki verið tekinn til endurskoðunar eftir gildistöku nýrra búvörusamninga svo að breytingar á afurðaverði, beingreiðslum og öðrum tekjum hafa því ekki haft áhrif við verðákvörðun. Þetta hlýtur að þurfa taka til skoðunar við uppfærslu á verðlagsgrunninum.

Hér vil ég enn og aftur nýta tækifærið og hvetja þau ykkar sem hafa hingað til ekki tekið þátt í rekstrarverkefni RML til að gera það. Gagnasafnið sem fæst út úr verkefninu er afar dýrmætt fyrir hagsmunagæslu landbúnaðarins en það er ekki síst gagnlegt fyrir bændurna sjálfa í þeirra búrekstri. Þau raungögn sem úr verkefninu fást nýtast að vonum til að færa verðlagsgrunn kúabús aftur til framtíðar.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...