Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ostur er og verður ostur
Lesendarýni 31. ágúst 2021

Ostur er og verður ostur

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Þann 30. júní sl. kvað yfirskatta­nefnd upp úrskurð nr. 125/2021 þess efnis að hollenskur pitsuostur sem fluttur var hingað til lands og ætlaður til sölu á stóreldhúsa­markaði skyldi flokkast sem ostur og af honum þyrfti að greiða toll. Innflytjandinn hélt því fram að pitsuosturinn ætti að flokkast sem jurtaostur og þar af leiðandi væri innflutningurinn tollfrjáls.

Um var að ræða mjólkurost en 80% af honum voru gerð úr hefð­bundnum mozzarellaosti en 20% úr ostlíki, að því er fram kemur í úrskurðinum. Þar segir að tollskrárnúmerið sem innflytjandi vildi notast við væri ætlað fyrir staðgönguvörur osts sem innihéldu ekki mjólkurafurðir, til dæmis vegan­osta. Tollgæslustjóri hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að varan teldist vera unninn ostur (e. processed cheese). Í úrskurðinum segir m.a.: „Framleiðslu vörunnar væri ekki ætlað að breyta megineinkennum mozzarellaostsins heldur þvert á móti viðhalda einkennum hans og breyta hitunareiginleikum hans.“ Kröfu kæranda (innflytjandans) um breytingar á bindandi áliti tollgæslustjóra var hafnað. Þá var kröfu kæranda um að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði enn fremur hafnað.

Misræmi í magntölum um innflutning

Þetta mál er angi af því máli sem hófst snemma árs 2020 þegar það uppgötvaðist að mun meira var flutt út af osti frá sumum löndum ESB til Íslands. Síðar kom í ljós að þetta misræmi á við margar fleiri búvörur, þar á meðal kjöt og kjötvörur, sem og grænmeti. Sem dæmi þá voru 1.045 tonn flutt út af unnum kjötvörum frá ESB-löndum til Íslands árið 2019 en inn til landsins voru skráð 399 tonn.

Yfirvöldum s.s. fjármála­ráðu­neyti og tollyfirvöldum, var bent á þetta með ítarlegum gögnum og rökstuðningi. Þetta varð til þess að misræmið var tekið til sérstakrar umræðu á Alþingi þann 22. október að beiðni þingmanna Miðflokksins. Þá óskuðu þingmenn Miðflokksins eftir að Ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á þessari framkvæmd. Sú vinna stendur enn yfir en verður vonandi lokið nú á haustdögum. Fjármálaráðherra skipaði sérstakan starfshóp um málið í janúar en ekkert hefur spurst til niðurstöðu þeirrar vinnu. Var þessi starfshópur skipaður til að vinna í málinu eða sópa því undir teppi stjórnarráðsins? Í ljós hefur einnig komið að Skatturinn hefur lengi vitað af því að skýrslur innflytjenda eru gloppóttar og há villutíðni hjá sumum innflutningsfyrirtækja. Um það vitna skýrslur hjá Skattinum sjálfum.

Lög skulu standa

Íslenska tollskráin er lögfest sem viðauki við tollalög og öllum ber að fara eftir henni. Mikilvægt er að henni sé fylgt og rétt skráð bæði tollflokkur vöru og upprunaland þar sem þessir þættir ráða álagningu tolla.

Stórefla þarf eftirlit með inn­flutningi landbúnaðarvara og framfylgni með tollskrá. Þetta ætti að vera forgangsmál áður en nýir samningar um viðskipti með landbúnaðarvörur eru gerðir. Þrátt fyrir þetta var enn bætt í tollfrjálsa kvóta landbúnaðarvara í viðskiptasamningi við Bretland sem utanríkisráðherra kynnti í júníbyrjun. Það er lágmarks krafa að atvinnuvegaráðuneytið haldi uppi vinnu til að fylgjast með þessu samræmi innflutningstalna til Íslands og útflutningstalna frá t.d. stærstu viðskiptalöndum okkar í ESB. Þetta er grundvallarforsenda þess að milliríkjasamningar séu rétt framkvæmdir.

Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Skylt efni: Ostur

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...