Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þankar um kolefnislosun/bindingu í sauðfjárrækt
Lesendarýni 20. janúar 2023

Þankar um kolefnislosun/bindingu í sauðfjárrækt

Höfundur: Ari Teitsson, stoltur fjáreigandi í 78 ár.

Samdráttur í losun virðist því brýnasta viðfangsefni heimsbyggðarinnar, um það mikið rætt og ritað og margvíslegar breytingar fyrirhugaðar eða komnar til framkvæmda. Við slíkar aðstæður verður að gera ráð fyrir að ekki séu allir á einu máli og veruleg hætta á að hagsmunaöfl dragi umræðu og jafnvel framkvæmdir í farvegi sem ekki eru endilega þeir réttustu eða skynsamlegustu.

Ari Teitsson

Svo sem vænta má er ljósinu m.a. beint að helstu atvinnuvegunum enda þeir hreyfiaflið.

Matvælaráðherrasettinýlegafram sýn á matvælaframleiðslu árið 2040 og þar segir í fjórða lið:

„Matvælaframleiðsla er kol­ efnishlutlaus og kolefnisjöfnun byggir á náttúrumiðuðum lausnum sem samræmast alþjóðlegum skuldbindingum.“

Því virðist ljóst að atvinnuvegir, ekki síður sauðfjárrækt en aðrir, eiga mikið undir því að mælieiningar kolefnislosunar/bindingar séu traustar og óvilhallar.

Losun/binding jarðræktar

Í almennri umfjöllun um kolefnislosun í sauðfjárrækt virðast tveir þættir afgerandi, þ.e. losun frá framræstu ræktarlandi og losun metan frá meltingarvegi. Í grunngögnum losunarbókhalds er gert ráð fyrir að losun CO2 frá framræstu ræktarlandi sé um 19,5 tonn CO2 ígilda á ha á ári, ýmsir fyrirvarar eru þó gerðir við þessa niðurstöðu. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt allt aðra niðurstöðu. Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir (A novel approach to estimate carbon loss from drained peatland in Iceland) áætlaði í rannsókn sinni sem birt var 2017 að langtímalosun CO2 á framræstu landi væri að meðaltali 6,2 tonn á ha á ári í þeim jarðvegi sem athugunin náði til. Þóroddur Sveinsson og fleiri gerðu sambærilegar rannsóknir á framræstu landi á tveimur stöðum í Skagafirði, í Kýrholti og í Hegranesi (Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi).

Meðaltal mælinga í Kýrholti sýndu 5,1 tn CO2 árlega meðallosun á ha frá framræslu fyrir 70 árum. Í Hegranesi virtist árleg meðallosun 1,0 tn CO2/ ha yfir 55 ára tímabil. Rétt er að nefna að í rannsóknum Gunnhildar voru efstu 5 cm jarðvegs í framræsta landinu undanskildir og kolefnisbinding vegna ræktunar því raunar ekki inni í niðurstöðum. Því mælir rannsóknin ekki mismun nettólosunar í framræstu og óframræstu landi.

Meðaltal þessara þriggja niðurstaðna sýnir um 4,1 tn CO2/ha árlega losun og verður sú losun lögð til grundvallar við útreikninga hér að neðan. Hafa verður þó í huga að hér er áætluð árleg meðallosun yfir lengri tíma en afar ólíklegt er að árleg losun sé jöfn yfir tímabilið og ætla má að hún sé mest fyrst og lítil sem engin eftir ákveðinn árafjölda.

Mismunur á grunngögnum losunarbókhalds og ofangreindum tölum úr nýjum innlendum rannsóknum er svo mikill að þörf á frekari rannsóknum virðist augljós. Ýmsir þættir geta valdið þessum mikla mun. Því er ef til vill nærtækast að velta fyrir sér hvað gerist í raun þegar land er framræst og síðan tekið til ræktunar. Ætla má að fyrst eftir framræslu sé veruleg kolefnislosun þegar aukið loft kemst að efstu jarðlögum framræsta landsins. Líklegt er að með hverju ári sem líður dragi úr kolefnislosun því laust kolefni í efstu lögum gengur til þurrðar en kolefni í neðri lögum þornar minna og sumarhitinn nær best til efstu laganna. Líkur virðast því á að kolefnislosun frá eldri framræslu (30 ára?) sé lítil. Hér verður að hafa í huga að yfir 90% af íslenskri framræslu er eldri en 30 ára.
Þegar framræst land er tekið til ræktunar hefst jafnan kolefnisbinding í efstu jarðlögum (5 cm?).

Nýleg safngreining á fjölda rannsóknaniðurstaðna alls staðar að úr heiminum sýnir að búfjáráburður eykur mjög í kolefnisforða jarðvegs og enn frekar ef einnig er borinn á tilbúinn áburður (Gross, Glaser 2021). Áhrifin eru mest hlutfallslega í köldu loftslagi og þar sem kolefnisinnihald jarðvegsins er mjög lágt (ÞS og fl 2022).

Raunhæft virðist því að ætla að í túnum sem framræst voru fyrir nokkru (30 ár?) og hafa síðan veri tekin til ræktunar og fengið búfjáráburð lengi sé í raun árleg kolefnisbinding en ekki 19,5 tn CO2 losun á ha.

Kolefnisjafnvægi í landbúnaði er vel lýst með eftirfarandi setningu:

Kolefnishlutleysi vísar til þess að losun og binding kolefnis sé í jafnvægi, þ.e. að losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda sé ekki meiri en það magn kolefnis sem fjarlægt er úr andrúmsloftinu, t.d. með því að binda það í jarðvegi eða gróðri eða með öðrum hætti.

Í því ljósi er vert að velta fyrir sér eðli heyöflunar með grasrækt. Á túnum í góðri rækt (með búfjáráburði) eru fjarlægð í heyi a.m.k. 4 tonn þurrefnis af hverjum ha. Kolefnisinnihald heys er nálægt 45% þurrefnis sem svarar til að bundin séu og flutt burt um 1,8 tn C (ígildi 6,6 tn CO2) af ha árlega. Þá er ótalið það sem binst í rótum og jarðvegi. Til samanburðar má nefna að vaxtarmikill skógur er talinn binda árlega 6–10 tn CO2/ha yfir vaxtarskeiðið.

Sé hluta heysins skilað landinu aftur sem búfjáráburði, gjarnan 2-3 tonn þe/ha, myndar verulegur hluti þess jarðveg og þar með verulega kolefnisbindingu.

Bindist helmingur búfjáráburðarins í jarðvegi gætu bundist af ofangreindu magni um 0,6 tn C/ ha árlega sem svarar til bindingar 2,2 tn CO2/ha. Þá eru ótalin jákvæð áhrif búfjáráburðar á kolefnisbindingu grasróta og annarra lífvera í jarðvegi.

Grasrækt á þegar framræstu landi til framleiðslu sauðfjárafurða gæti því verið virk leið til kolefnisbindingar.

Útreikningar á losun metan

Í umfjöllun um kolefnisbindingu sauðfjárræktar er losun metan talin valda miklum gróðurhúsaáhrifum vegna sterkra áhrifa þess. Þetta er aðeins rétt að vissu marki því metan CH4 er mjög óstöðug lofttegund og kolefnið umbreytist í CO2 á nálægt 10 árum. Frá atvinnuvegi sem hefur verið í jafnvægi síðustu 10 ár hverfur því árlega jafn mikið metan úr andrúmslofti og kemur inn. Þessu er ágætlega lýst af Jóni Guðmundssyni-Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði- LbhÍ 2016 en þar segir:

„Sameindarþyngd CH4 er um 16 en sameindarþyngd CO2 um 44. Við umbreytingu CH4 í CO2 (oxun og vatnsmyndum virðist stuðullinn því nálægt 44/16 = 2,75 en ekki 25 eins og gert er ráð fyrir í mati á loftslagsáhrifum CG4 losunar. Er þá horft til þess að CH4 eyðist á 10–12 árum og sé atvinnugrein í jafnvægi eyðist jafn mikið og losnar af CH4.“

Við mat á loftslagsáhrifum metan frá sauðfjárrækt virðist því rétt að margfalda magn metan með 2,75 í stað 25 sem víðast virðist gert.

Samanburður mismunandi reiknistuðla

Í nóvember 2017 var birt skýrsla unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, nefnist skýrslan Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Svo sem vænta mátti byggði skýrslan á opinberum losunarstuðlum verkbeiðanda og er nánast án fyrirvara um öryggi stuðla en slíka fyrirvara er þó víða að finna í grunngögnum sem skýrslan byggir á. Í inngangi skýrslunnar segir:

„Áætlað er að hún nýtist sem grunnur í vegvísi um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði á Íslandi.“

Fjallað er um tvö sauðfjárbú í skýrslunni og fer hér á eftir í töflu 1 endurreikningur á losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim býlum, með þeim reiknistuðlum sem rökstuddir hafa verið hér að ofan. Sá endurreikningur er birtur, með góðfúslegu leyfi viðkomandi bænda, til að sýna hve miklu mismunandi stuðlar breyta, breyttar tölur eru skáletraðar og feitletraðar.

Svo sem fram kemur í töflunni gjörbreyta endurskoðaðir reiknistuðlar reiknuðu kolefnisjafnvægi sauðfjárframleiðslu viðkomandi búa, séu þeir raunhæfir virðist auðvelt að ná kolefnishlutleysi sauðfjárbúa með skynsamlegri bústjórn.

Vart þarf að fjölyrða um skaðleg áhrif þess að nota rangar aðferðir við útreikninga á kolefnislosun/bindingu í sauðfjárrækt. Þeim áhrifum er ef til vill best lýst með eftirfarandi tilvitnun í Morgunblaðið:

„Fræðimenn við Landbúnaðar­ háskóla Íslands hafa þannig reiknað út að losun við framleiðslu á einu kílói af íslensku lambakjöti sé svipuð og af flugferð frá Íslandi til meginlands Evrópu“ (Ólafur Stephensen Mbl. 17.12. 2022).

Sauðfjárbændur geta ekki sætt sig við að orðspor atvinnugreinarinnar verði eyðilagt með illa rökstuddum lykiltölum og villandi túlkun annarra talna.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...