Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótar og vöruverð til neytenda
Lesendarýni 10. febrúar 2023

Tollkvótar og vöruverð til neytenda

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS.

Síðustu vikur hefur verið tekist á um fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur. Félag atvinnurekenda hefur farið mikinn í þeirri umræðu og fullyrt að aðrar úthlutunaraðferðir, einkum auðvitað ókeypis úthlutun, myndu skila sér í lækkuðu verði til neytenda.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS.

En er það svo að núverandi fyrirkomulag á útboði tollkvóta fyrir búvörur hækki verð þeirra til neytenda?

Einföld hagfræði segir okkur að svarið er afdráttarlaust nei. Af hverju?

Örlítil markaðshagfræði

Ástæðan er sú að í grundvallaratriðum ræðst verð á markaði af eftirspurn neytenda og framboðnu magni. Magn tollkvóta er fast. Því breytist framboð viðkomandi búvara ekki hvernig svo sem tollkvótunum er deilt út til innflytjenda, að því gefnu að þeir séu nýttir að fullu.

Þessa tiltölulega einföldu staðreynd má leiða út með hjálp eftirspurnar- og framboðsfalla úr markaðsfræðinni, sjá meðfylgjandi mynd.Myndin lýsir markaði fyrir einhverja búvöru. Hún sýnir annars vegar eftirspurnarfall neytenda eftir viðkomandi vöru og hins vegar framboðið sem samanstendur af innfluttu magni samkvæmt tollkvótum að viðbættu framboði innlendra framleiðenda. Magnið samkvæmt tollkvótum er fast. Innlenda framboðið vex með hækkandi markaðsverði. Markaðsverðið sem neytendur þurfa að greiða myndast þar sem eftirspurnin er jöfn framboðinu. Í myndinni gerist það við verðið p*.

Myndin sýnir glögglega að markaðsverðið haggast ekki hversu hátt verð innflytjendur greiða fyrir tollkvóta eða hvernig þeim er yfirleitt úthlutað svo framarlega sem viðkomandi magn er flutt inn.

Gróði innflytjenda af því að nýta tollkvóta ræðst hins vegar algerlega af því hvað þeir þurfa að greiða fyrir hann. Hann getur verið mjög mikill ef þeir fá tollkvótann ókeypis. Hann verður lítill sem enginn ef þeir þurfa að kaupa hann fullu verði á samkeppnismarkaði. Mismunurinn rennur til seljanda tollkvótans, þ.e. ríkissjóðs, og þannig óbeint til skattgreiðenda/neytenda.

En dregur núverandi fyrirkomulag á útboði tollkvóta fyrir búvörur úr samkeppni við innlenda búvöruframleiðslu?

Aftur er svarið nei. Samkeppni innfluttra búvara samkvæmt tollkvótum við innlenda framleiðslu felst einvörðungu í stærð (magni) tollkvótanna. Það er innflutta magnið samkvæmt tollkvótum sem skapar samkeppni við innlenda framleiðendur og ræður því hversu mikið markaðsverðið á viðkomandi búvöru lækkar. Hversu mikið innflytjendur greiða fyrir tollkvótana og hvernig það verð er ákvarðað breytir engu um þessa samkeppni svo framarlega sem verðið er ekki svo hátt að tollkvótinn sé ekki nýttur til fullnustu.

Hitt er síðan annað mál, sem þó er rétt að hafa huga, að vel framkvæmt útboð á tollkvótum eykur samkeppni um þá og auðveldar aðgang nýrra innflytjenda. Hvort tveggja ýtir undir að hagkvæmustu innflytjendur hverju sinni annist þennan innflutning sem er í samræmi við þjóðarhag.

Niðurstaða greiningar

Niðurstaðan er því sú að fyrir- komulagið sem valið er við úthlutun tollkvóta hefur engin áhrif á marksverð vörunnar en stýrir fyrst og fremst því hverjum ávinningurinn fellur í skaut. Útboð kvótanna tryggir að samfélagið (ríkissjóður) fá hluta hans í sinn hlut.

Skylt efni: vöruverð | tollkvótar

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...