Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tvískinnungur sveitarstjórnarmanna
Lesendarýni 12. febrúar 2020

Tvískinnungur sveitarstjórnarmanna

Það hefur verið nöturlegt að fylgjast með málflutningi sumra sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þegar rætt er um frum­varp umhverfis- og auðlinda­ráðherra um stofnun Hálendis­þjóðgarðs. Allt kapp er lagt á að sá fræjum tortryggni og afbaka umræðuna. Sveitarstjórar og sveitarstjórnar­fólk misskilur eða vill ekki skilja hvernig fyrir­hugað skipu­lag er hugsað. 
 
Það hefur margoft verið sagt að skipulagsvöld eru ekki að fara úr heimahéraði heldur þvert á móti. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð byggir á sömu hugmyndafræði og Vatnajökulsþjóðgarður. Grasrótin ræður ferðinni og skipulagið er neðan frá og upp, þar sem vilji og aðkoma heimamanna ræður í veigamiklum atriðum.
 
Það er þekkt að mörg störf skapast í nýjum þjóðgarði, dæmin sanna það, en því miður virðist það ekki skipta sveitarstjórnar­fólk neinu máli. Með tilkomu Vatnajökuls­þjóðgarðs hafa skapast u.þ.b. fjörutíu störf á suðursvæði hans. Langflestir þeirra sem starfa við Vatnajökulsþjóðgarð eru háskóla­gengnir einstaklingar, sem sinna landvörslu, fræðslu og stýringu ferðamanna um þjóðgarðinn og náttúruperlur hans. Hverra hagsmuna er sveitarstjórnarfólk sem er í andstöðu við frumvarp um Hálendisþjóðgarð að gæta?
 
Sveitarstjórnarfólk kvartar yfir hraða og samráðsleysi. Hvar er þetta fólk búið að vera?  Hugmyndin um Hálendisþjóðgarð er búin að vera lengi í vinnslu. Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hóf þennan feril árið 2016 og hefur verið unnið að þessu máli allar götur síðan. Og samráðið hefur verið mjög mikið eins og eðlilegt er í svona stóru máli. Nefnd var skipuð í apríl 2018 og hún vann í málinu þar til í desember 2019. Þessi nefnd hélt ótal opna kynningar- og samráðsfundi úti um allt land og skilaði svo ­skýrslu um málið í lokin.
 
Við munum eftir andstöð­unni sem var við frumvarp um Vatnajökuls­þjóðgarð fyrir þrettán árum síðan. En nú er annað hljóð í strokknum. Fólk á þeim slóðum vill frekar renna styrkari stoðum undir þjóð­garðinn en hitt.
 
Hálendisþjóðgarður er eitt af þeim málum sem núverandi stjórnarflokkar komu sér saman um að skyldi ráðist í að stofna á þessu kjörtímabili. Ég ætla að vona að fámenn en hávær klíka í uppsveitum Árnessýslu trufli ekki þetta mál og ég vonast til að sjá frumvarp um Hálendisþjóðgarð verða að veruleika á næstu misserum.
 
Almar Sigurðsson
Höfundur er ferðaþjónustubóndi
í Árnessýslu. 

Skylt efni: sveitastjórnarmál

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...