Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 14. mars 2018

Nær auknum virðisauka með framleiðslu á bjúgum og öðru góðgæti úr ærkjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kristín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, skammt austan við Akranes, segist vera búin að fikta við fullvinnslu sauðfjárafurða í nokkur ár. Hún var að kynna afurðir sínar í Matarmarkaði Búsins í Hörpu á dögunum ásamt Láru Ottesen þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði. 
 
Kristín segist hafa nýtt sér leyfisvarða aðstöðu utan búsins til framleiðslunnar en sé nú að koma sér upp aðstöðu heima fyrir. 
 
Eingöngu afurðir af eigin býli
 
„Hér er ég eingöngu með afurðir af okkar býli. Þar er ég aðallega með kofareykt sveitabjúgu, tvíreykt hangikjöt og grafinn ærvöðva. Svo er ég aðeins að fikta við að vinna úr lambakjöti, en hingað til hef ég eingöngu verið með ærkjöt.“
 
Hún segir að hugsunin hafi verið sú að ná meiri verðmætum út úr ærkjötinu en þau fái hún í gegnum skilaverð frá sláturhúsunum sem er mjög lágt. Segir hún ærkjötið líka henta mun betur í ýmsa framleiðslu en lambakjötið og það hafi komið mjög vel út. Hún segist ekki skilja hvernig hægt sé að klúðra markaðssetningu á þessu kjöti.
 
Ærkjötið er frábært
 
„Þetta er frábært hráefni og ekkert er betra en ærkjöt í bjúgu. Geymsluþolið er þó kannski ekki eins mikið.“
 
Kristín segir að útlendingar séu svolítið að kaupa þessar afurðir úr ærkjöti þótt þeir fitji jafnvel upp á nefið þegar minnst er á lambakjöt. Hún hafi því alveg hætt að minnast á lambakjöt þegar hún spjallar við ferðamenn og tali þess í stað bara um kindakjöt. 
 
„Annars er þetta mín handavinna og ég er ekki farin að prjóna ennþá,“ segir sauðfjárbóndinn Kristín Ármannsdóttir. 
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....