Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búháttaskipti í landbúnaði
Mynd / Bbl
Lesendarýni 17. ágúst 2021

Búháttaskipti í landbúnaði

Höfundur: Reynir Kristinsson

Orkuskipti einstaklinga og fyrirtækja í rekstri smærri bíla hefur gengið mjög vel og jafnvel umfram væntingar. Aðkoma ríkissjóðs með lækkun gjalda skilar þar góðum árangri.

Væri mögulega hægt að gera svipaða hluti í landbúnaði þ.e. að skipta úr t.d. hefðbundnum sauðfjárbúskap þar sem arðsemi er lítil og áhrif á gróðurfar landsins mikil, yfir í skógrækt til kolefnisbindingar og viðarframleiðslu, með stuðningi ríkissjóðs?

Fram til 2040 mun þurfa 60-100 þús. ha. af landi undir skógrækt til kolefnisbindingar og síðar viðarframleiðslu. Það er mikilvægt að gera bændum sem landeigendum kleift að koma að þessu verkefni og spurning hvernig megi nýta þetta tækifæri til búháttaskipta þar sem afkoma er döpur og ekki útlit fyrir að úr rætist.

Í dag er t.d. kindakjötsframleiðsla tvöföld innanlandsneysla og árið 2019 voru afurðatekjur/kind kr. 11.575 og opinberar greiðslur/kind kr. 14.340.

Árekstrar á milli sauðfjárbænda og annarra landeigenda sérstaklega þeirra sem vilja rækta skóg hafa aukist. Við sem þjóð höfum undirgengist alþjóðlega samninga í loftslagsmálum sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni ef ekki tekst að gera viðhlítandi ráðstafanir.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera bændum sem það vilja kleift að fara í búháttaskipti t.d. úr offramleiðslu á kindakjöti yfir í eftirspurnarframleiðslu á kolefnisbindingu og viðarframleiðslu?

Skattgreiðendur eru þegar að greiða bændum fyrir framleiðslu sína, má ekki gera það áfram t.d. til ársins 2040 á móti því að þeir fari í að vinna að skógrækt á landi sínu þannig að þeir geti framleitt kolefniseiningar og síðar farið í viðarframleiðslu þannig að þeir verði sjálfbærir og geti búið áfram á jörðum sínum en neyðist ekki til að selja þær jafnvel erlendum aðilum eins og gerst hefur.

Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta í tengslum við væntanlegar kosningar þannig að þeir sem við taka geti komið fram með góðar lausnir í samráði við Bændasamtökin.

Reynir Kristinsson
reynir@kolvidur.is
áhugamaður um loftslags-
mál og skógrækt.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...