Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búháttaskipti í landbúnaði
Mynd / Bbl
Lesendarýni 17. ágúst 2021

Búháttaskipti í landbúnaði

Höfundur: Reynir Kristinsson

Orkuskipti einstaklinga og fyrirtækja í rekstri smærri bíla hefur gengið mjög vel og jafnvel umfram væntingar. Aðkoma ríkissjóðs með lækkun gjalda skilar þar góðum árangri.

Væri mögulega hægt að gera svipaða hluti í landbúnaði þ.e. að skipta úr t.d. hefðbundnum sauðfjárbúskap þar sem arðsemi er lítil og áhrif á gróðurfar landsins mikil, yfir í skógrækt til kolefnisbindingar og viðarframleiðslu, með stuðningi ríkissjóðs?

Fram til 2040 mun þurfa 60-100 þús. ha. af landi undir skógrækt til kolefnisbindingar og síðar viðarframleiðslu. Það er mikilvægt að gera bændum sem landeigendum kleift að koma að þessu verkefni og spurning hvernig megi nýta þetta tækifæri til búháttaskipta þar sem afkoma er döpur og ekki útlit fyrir að úr rætist.

Í dag er t.d. kindakjötsframleiðsla tvöföld innanlandsneysla og árið 2019 voru afurðatekjur/kind kr. 11.575 og opinberar greiðslur/kind kr. 14.340.

Árekstrar á milli sauðfjárbænda og annarra landeigenda sérstaklega þeirra sem vilja rækta skóg hafa aukist. Við sem þjóð höfum undirgengist alþjóðlega samninga í loftslagsmálum sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni ef ekki tekst að gera viðhlítandi ráðstafanir.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera bændum sem það vilja kleift að fara í búháttaskipti t.d. úr offramleiðslu á kindakjöti yfir í eftirspurnarframleiðslu á kolefnisbindingu og viðarframleiðslu?

Skattgreiðendur eru þegar að greiða bændum fyrir framleiðslu sína, má ekki gera það áfram t.d. til ársins 2040 á móti því að þeir fari í að vinna að skógrækt á landi sínu þannig að þeir geti framleitt kolefniseiningar og síðar farið í viðarframleiðslu þannig að þeir verði sjálfbærir og geti búið áfram á jörðum sínum en neyðist ekki til að selja þær jafnvel erlendum aðilum eins og gerst hefur.

Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta í tengslum við væntanlegar kosningar þannig að þeir sem við taka geti komið fram með góðar lausnir í samráði við Bændasamtökin.

Reynir Kristinsson
reynir@kolvidur.is
áhugamaður um loftslags-
mál og skógrækt.

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...