Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örn Karlsson, Sandhóli.
Örn Karlsson, Sandhóli.
Mynd / OAB
Lesendarýni 23. nóvember 2022

Smáframleiðendur slá í gegn á Landbúnaðarsýningunni

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM/BFB.

Á Landbúnaðar­sýningunni í Laugar­dalshöll þann 14.–16. október sl., sem áætlað er að um 80.000 manns hafi sótt, kynntu hátt í 40 smáframleiðendur vörur sínar yfir helgina.

Oddný Anna Björnsdóttir

Þeir eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn í Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli (BFB), en BFB varð aðildarfélag að SSFM í vor.

SSFM / BFB voru með sameiginlegan bás með fjórtán borðum þar sem hver og einn framleiðandi fékk úthlutað eitt þeirra í einn eða tvo daga svo sem flest hefðu tök á að taka þátt. Við hlið hans var bás Matarkistu Skagafjarðar ásamt Bíl smáframleiðenda á Norðurlandi vestra, þar sem bændur úr Skagafirði, sem allir eru félagsmenn og leigja aðstöðu í Vörusmiðjunni BioPol, kynntu vörur sínar. Félagsmenn voru einnig á bási VOR – lífrænna framleiðenda, Skógræktarfélagsins og svo voru tveir félagsmenn með eigin bás.

Stöðugur straumur sýningargesta var að básunum og var það samdóma álit þeirra sem tóku þátt að afar vel hafi tekist til; salan framar vonum, mikilvæg tengsl mynduð og að sýningargestir hafi verið einstaklega áhugasamir, jákvæðir og hvetjandi. Margir seldu það mikið að gengið var á jólalagerinn og þurftu að láta senda eftir meiri vörum að norðan og víðar.

Smáframleiðsla matvæla er í miklum blóma hér á landi og hafa samtökin því vaxið hratt á undanförnum árum sem sýnir sig meðal annars í því að félagsmenn eru orðnir vel á þriðja hundrað. Vörurnar eru eins fjölbreyttar og framleiðendurnir eru margir og mikið um spennandi nýjungar, m.a. úr vannýttum og nýstárlegum hráefnum.

Nú eru fjölmargir jólamarkaðir um land allt fram undan, þ.m.t. Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpunni 17.–18. desember, svo neytendur hafa mörg tækifæri til að nálgast það hnossgæti sem íslenskir matarfrumkvöðlar framleiða, beint frá þeim. Áhugasamir geta einnig pantað vörurnar í gegnum miðla framleiðendanna og nálgast margar þeirra í almennum matvöruverslunum og sérverslunum, þ.m.t. í Matarbúri Krónunnar 15. nóvember–6. desember á Granda, Lindum, Flatahrauni, Mosfellsbæ og Selfossi og á Jólamatarmarkaði Hagkaups 24. nóvember–4. desember í Skeifunni, Smáralind, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Akureyri. Eins er hægt að nálgast jóladagatal með 24 vörum smáframleiðenda á Facebook. Listann yfir félagsmenn má finna á vef SSFM og BFB.

Myndir SSFM og BFB frá Landbúnaðarsýningunni má nálgast með því að smella hér.

6 myndir:

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...