Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál
Mynd / K8 - Unsplash
Lesendarýni 15. apríl 2021

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að komast til botns í hverju ört vaxandi innflutningur á svokölluðum jurtaosti sætti. Til að gera langa sögu stutta leiddu rannsóknir í ljós að tollflokkun á vöru sem að uppistöðu er rifnn mozzarella ostur, reyndist röng. Þetta staðfestu tollayfirvöld með tölvupósti þann 23. júní en þar segir m.a. „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“  

Ætla mætti að strax í kjölfarið hefði framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla verið umsvifalaust komið í rétt horf eftir að ljóst var  að misbrestur hefði orðið á. Um þetta má þó efast þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir, júní, júlí og ágúst, liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

En hverju hefur þessi breyting á tollaframkvæmd skilað? Það er vissulega vandasamt að fullyrða neitt á þessu stigi en sterkar vísbendingar eru um að sala á rifnum osti úr mjólk frá íslenskum bændum nálgist nú fyrri stöðu. Sem dæmi var hún 26 tonnum meiri í mars 2021 en í mars 2020. Þetta svarar til 260.000 lítra mjólkur sem lætur nærri að nema árs framleiðslu meðal kúabús á Íslandi í dag. Það er því freistandi að draga þá ályktun að aðstæður færist nú nær því að vera í samræmi við gerða milliríkjasamninga. 

Erna Bjarnadóttir,

verkefnastjóri MS

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...