Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Uppbygging um allt land
Mynd / Bbl
Lesendarýni 20. október 2020

Uppbygging um allt land

Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson

Síðastliðinn vetur var viðburðaríkur svo ekki verði meira sagt. Óveður geisuðu, þau verstu í manna minnum sem ollu gríðarlegu eignatjóni, sérstaklega í raforku- og fjarskiptakerfinu. Ríkisstjórnin brást skjótt við og lýsti yfir að fjárhagslegt tjón yrði bætt. Síðan kom heimsfaraldurinn og enn er verið að bæta í fjárfestingar með opinberri fjárfestingu til að verja og skapa störf. Fjölbreyttar fjárfestingar sjást í samgöngum, byggingum, nýsköpun og til styrkingar á innviðum tengdum fárviðrinu. 

Fjárfest er nú meira en nokkru sinni fyrr í samgöngum- og fjarskiptum og eru áætluð tæpir 58,3 ma.kr. á næsta ári og aukast um 10,5 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða um 22% að raunvirði. Sú aukning er að mestu leyti tilkomin vegna aukinna framlaga í gegnum fjárfestingar- og uppbyggingarátakið 2021–2023. Til að fá raunhæfan samanburð þarf að bera saman fjárlög heilla ára en hætt er við miklum skekkjum ef verið er að bera saman ársfjórðungsuppgjör mismunandi fjárlagaára.

Allt komið í gang
Sigurður Ingi Jóhannsson.

Vegaframkvæmdir eru ekki hilluvara úti í búð. Þær eru misumfangsmiklar og þarf ýmis undirbúningur að eiga sér stað áður en grafan mætir á staðinn. Með fjárfestingarátakinu var hægt að flýta mörgum mikilvægum framkvæmdum sem voru fullhönnuð. Dæmi um slík verkefni sem voru klár, er breikkun og aðskilnaður aksturstefna Bæjarháls – Vesturlandsvegur á Suðurlandsvegi og breikkun og aðskilnaður Langitangi – Hafravatnsvegur í Mosfellsbæ. Önnur stór fjárfestingaverkefni til viðbótar við aðrar fjárveitingar á samgönguáætlun er að milljarður var settur til viðbótar í tengivegi og annað eins í viðhald á vegum vítt og breitt um landið. Þessar framkvæmdir eru allar komnar í gang. Hafnarframkvæmdir og nýjar tvöfaldar brýr í stað einbreiðra; Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Skjálfandafljót og Stóra-Laxá á Skeiða og Hrunamannavegi. Hringtorg á Flúðum, við Landvegamót og á Eyrabakkavegi. Fyrir utan þær brýr sem voru á samgönguáætlun.

Stærri vegaframkvæmdir sem krefjast lengri undirbúnings og voru settar af stað í fjárfestingaátakinu voru Reykjanesbraut, Hvassahraun-Krísuvíkurafleggjari, Suðurlandsvegur og Fossvellir-Norðlingavað. Undirbúningur er fjármagnaður á þessu ári og á næsta ári verða þær sýnilegar þegar grafan kemur. Þá er ótalin ný flugstöð á Akureyri sem er í hönnun og flughlað ásamt, akbraut og flughlaði á Egilsstöðum. Allar boðaðar fjárfestingar í samgöngu- og fjarskiptamálum sem lagðar voru fram í  samgönguáætlun og samþykktar síðastliðið vor hafa farið af stað eða eru í undirbúningi, vinnslu og mörgum þeirra er lokið. 

Fjarskiptaöryggi í óveðrum

Af fjarskiptaverkefnum er það að frétta að verið er að leggja lokahönd á að styrkja fjarskiptastöðvar víða um land með auknu varaafli og færanlegum varaaflstöðvum er fjölgað. Óveðrið sem gekk yfir landið afhjúpaði marga veikleika í rafmagns- og fjarskiptakerfum landsins og boðaði ríkisstjórnin fjárfestingaátak sem er að klárast. Tilgangurinn er að tryggja fjarskiptaöryggi í óveðrum. Við ætlum að tryggja sem best að ef slíkt fárviðri geisar aftur sé til staðar varaafl og nægt rafmagn. Skipting framkvæmdar fer eftir stöðu varaaflastöðva sem kom í ljós að flestar sem viðgerðar þurftu við eru á Norðurlandi. Þar er búið að gera heilmiklar úrbætur sem og í öðrum landshlutum og verða verklok núna í október. Það er svo sannarlega verið að standa við stóru orðin. Framundan eru einhverjar mestu umbætur í samgöngum sem sést hafa. Um leið og við vinnum gegn samdrætti í hagkerfinu þá stórbætum við vegakerfið okkar og aukum umferðaröryggi sem hefur verið og er mitt hjartans mál. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, 

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Skylt efni: fjarskipti | Samgöngumál

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...